Spá þreföldun álnotkunar í bíla til 2020 Finnur Thorlacius skrifar 3. september 2014 11:15 Ford F-150 pallbíllinn er nú að miklu leiti smíðaður úr áli. Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls. Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent
Einn stærsti álframleiðandi í heiminum, Novelis Inc., spáir því að notkun áls hjá bílaframleiðendum muni þrefaldast á næstu 6 árum. Núna notar bíliðnaðurinn 9% af öllu framleiddu áli, en spá Novelis gerir ráð fyrir að sú tala fari uppí 25% árið 2020. Stærsti hluti álframleiðslu heimsins í dag fer í einnota áldósir fyrir drykkjarvöru og nemur 60% álframleiðslunnar. Hún færi niður í 50% ef spá Novelis um aukna notkun í bíla stenst. Gríðarlegt magn áls fer nú í framleiðslu á söluhæsta bílnum í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbílnum og sú ákvörðun Ford að nota mikið ál í hann í stað stáls gæti haft keðjuverkandi áhrif til aukinnar notkunar þess. Land Rover er nú að auka mjög notkun áls í bíla sína og Audi hefur til langs tíma notað mikið ál í sína bíla. Mikil pressa er á bílaframleiðendum að minnka eyðslu og losun eiturefna í bílum sínum og ein einfaldasta aðferðin er að létta bílana með notkun áls í stað stáls.
Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent