

Reynir Traustason reiknar með að vera ritstjóri áfram eftiraðalfundur hlutafélags DV, sem nú stendur yfir.
Björn Þorláksson, ritstjóri AKV, segir í færslu sinni á Facebook að honum hafi verið boðin staða ritstjóra hjá DV. Þar segir hann jafnframt að hann hafi hafnað tilboðinu.
Sigurður G. Guðjónsson lögfræðingur og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Eyjum halda því fram að Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður kenndur við Brim hafi látið Reyni Traustason hafa fé í rekstur DV gegn því að blaðið myndi draga taum hans í deilum um Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum.
Í dag verður aðalfundur hlutafélags DV haldinn, þar sem meðal annars verður kosið í nýja stjórn félagsins
Aðalfundi útgáfufélags DV var frestað um viku nú síðdegis vegna ágreinings um ársreikninga.
"Honum er velkomið að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það gerist að maður á þessum aldri, líklega fimmtugur, er í sambandi við jafn ómótaðan einstakling og sextán ára stúlka hlýtur að vera,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV.
"Elliða Vignissyni bæjarstjóra í Vestmannaeyjum verður stefnt fyrir rógburð og tilraun til að sverta mannorð,“ segir Guðmundur Kristjánsson oft kenndur við Brim í tilkynningu til fréttastofu.
"Að undanförnu hafa stjórnendur DV haft uppi ásakanir í minn garð um ég að standi fyrir fjandsamlegri yfirtöku á blaðinu. Ekkert er fjær sanni.“
Reynir Traustason, ritstjóri DV, segir deilur innan eigendahóps DV ehf. hljóta að enda með ósköpum. Hann sakar stjórnarformann félagsins um lögbrot. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður gefur lítið fyrir ásakanirnar og segir Reyni hafa stundað bolabrögð á aðalfundi félagsins í gær.
Fjölmiðlanefnd hefur ákveðið að óska eftir upplýsingum um rekstur og eignarhald fjölmiðla í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um málefni fjölmiðla undanfarið.
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Björns Leifssonar, segir Reyni Traustason vera "óheiðarlegan með afbrigðum“.
Ekki frekar en að Al Gore fann upp internetið hefur Reynir Traustason einkaleyfi á frjálsri fjölmiðlun og rannsóknarblaðamennsku,“ segir Þorsteinn Guðnason sem reynir að kaupa meirihluta í DV.
Reynir segir um nakta tilraun að ræða til þess að kaupa út tjáningarfrelsið. Með þessu sé Björn að kaupa sér þögn miðilsins, en honum hafi þótt umfjöllun DV um sig óþægileg.
„Það er rétt að félag í eigu Guðmundar lánaði mér til kaupa á hlutafé rétt eins og Gísli Guðmundsson, kenndur við B&L, veitti slíkt lán sem síðan fór inn í einkahlutafélagið Ólafstún,‟ segir Reynir á fésbókarsíðu sinni.
Það fólk sem velur sér það starf að skrifa fréttir eða annað fjölmiðlaefni er venjulegt fólk. Stundum er í þeim hópi fólk sem er fast á sinni meiningu, fljótt að hugsa og áræðið. Það eru kostir í fréttamennsku. Besta fólkið er fólk sem hefur sóma og þykir vænt um vinnuna, eigið orðspor og eigin æru.