HM í Brasilíu hefur haft slæm áhrif á fátækustu íbúa landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. september 2014 16:38 Kostnaður við HM var á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra Vísir/Getty Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher. FIFA Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Afleiðingar heimsmeistarmótsins í knattspyrnu sem haldið var í Brasilíu í sumar hafa komið illa við fátækustu íbúa landsins. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem svissnesku góðgerðarsamtökin Terre des Hommes gerðu, en samtökin berjast gegn barnaþrælkun í þróunarlöndum. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hátt í 170.000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín svo byggja mætti m.a. leikvanga og flugvelli í tengslum við mótið. Þúsundir fjölskyldna hafi t.a.m. verið neyddar til að flytja í bráðabirgðahúsnæði án rafmagns og vatns. Er í skýrslunni varað við því að slíkir flutningar auki líkurnar á því að fólk lendi í fátæktargildru. Þessi mikli fjöldi er ekki í samræmi við upplýsingar sem FIFA hefur frá brasilískum yfirvöldum. Samkvæmt þeim hafi færri en 4000 fjölskyldur þurft að flytja vegna framkvæmda við undirbúning mótsins.Svissnesk góðgerðarsamtök telja þörf á að óháður aðili rannsaki starfsemi FIFAVísir/GettyÓháður aðili ætti að rannsaka starfsemi FIFA Danuta Sacher frá Terre des Hommes segir að gestgjafar stórra íþróttaviðburða greiði það dýru verði, bæði félagslega og fjárhagslega, að halda viðburð á borð við HM og Ólympíuleikana. „Það er talið að brasilísk stjórnvöld hafi lagt út á milli 6,5 til 9,8 milljarða evra vegna heimsmeistaramótsins,“ segir Sacher við BBC. Það sé sama upphæð og brasilíska ríkið lagði út í verkefnið Bolsa Familia árið 2013, en hátt í 50 milljónir fátækra treysta á fjárhagsaðstoð sem fæst í gegnum Bolsa Familia. Sacher segir það ósanngjarnt að gestgjafaþjóðin þurfi að leggja út fyrir öllum kostnaði við undirbúning HM á meðan FIFA græðir milljarða á viðburðinum. Að mati Sacher eru efnahagsleg skammtímaáhrif HM hjá gestgjafaþjóðinni ágæt en langtímaáhrifin slæm. Stærstu viðskiptasamningarnir séu ekki gerðir við fyrirtæki í því landi þar sem mótið fer fram heldur við stór, fjölþjóðleg fyrirtæki. „Við teljum að óháður, alþjóðlegur aðili ætti að rannsaka starfsemi bæði FIFA og Alþjóðaólympíunefndarinnar. Bæði þessi sambönd segjast starfa í þágu almennings en svo virðist ekki alltaf vera að okkar mati. Sameinuðu þjóðirnar væru vel til þess fallnar að fara ofan í kjölinn á málum sambandanna,“ segir Sacher.
FIFA Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira