Ragnar Sig: Hafði aldrei séð Jón Daða spila Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2014 21:25 Ragnar í baráttunni í kvöld. Vísir/AFP „Við byrjuðum leikinn af þvílíkum krafti og sýndum að við vildum þetta augljóslega meira en þeir,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Hann sagði það hafa komið sér á óvart hve slakir Tyrkirnir voru. „Ég veit ekki hvort þeir vanmátu okkur eða hvort þeir nenntu þessu ekki. Við vorum allavega betri, náðum marki snemma og þá verður þetta miklu auðveldara.“ Ragnar sagði að landsliðið hefði vitað nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera og sömuleiðis hvað Tyrkirnir myndu gera. Liðið væri búið að æfa í tíu daga og kortlagt Tyrkina vel. Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í kvöld. Hann skoraði auk þess að skalla í slá. Kom frammistaða hans Ragnari á óvart? „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast því ég hef aldrei séð hann spila. Hann er ótrúlega góður að taka á móti boltanum og halda honum fyrir okkur, setti gott mark og ég held að það geti sagt að hann hafi komið á óvart.“ Í síðari hálfleik ýtti framherji Tyrkjanna við Ragnari. Einhver hefði látið sig falla eins og er ansi algengt í nútímafótbolta. Ragnar stóð sem fastast. „Ég fatta aldrei að láta mig falla. Ég var skallaður í andlitið í leik í Rússlandi um daginn og fattaði ekki að henda mér niður. Þetta er ekki í eðlinu hjá okkur. Kannski hjá einhverjum öðrum þjóðum en ef maður meiðir sig ekki á maður ekkert að henda sér niður.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn af þvílíkum krafti og sýndum að við vildum þetta augljóslega meira en þeir,“ segir miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Hann sagði það hafa komið sér á óvart hve slakir Tyrkirnir voru. „Ég veit ekki hvort þeir vanmátu okkur eða hvort þeir nenntu þessu ekki. Við vorum allavega betri, náðum marki snemma og þá verður þetta miklu auðveldara.“ Ragnar sagði að landsliðið hefði vitað nákvæmlega hvað þeir ætluðu að gera og sömuleiðis hvað Tyrkirnir myndu gera. Liðið væri búið að æfa í tíu daga og kortlagt Tyrkina vel. Jón Daði Böðvarsson spilaði sinn fyrsta mótsleik í kvöld. Hann skoraði auk þess að skalla í slá. Kom frammistaða hans Ragnari á óvart? „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast því ég hef aldrei séð hann spila. Hann er ótrúlega góður að taka á móti boltanum og halda honum fyrir okkur, setti gott mark og ég held að það geti sagt að hann hafi komið á óvart.“ Í síðari hálfleik ýtti framherji Tyrkjanna við Ragnari. Einhver hefði látið sig falla eins og er ansi algengt í nútímafótbolta. Ragnar stóð sem fastast. „Ég fatta aldrei að láta mig falla. Ég var skallaður í andlitið í leik í Rússlandi um daginn og fattaði ekki að henda mér niður. Þetta er ekki í eðlinu hjá okkur. Kannski hjá einhverjum öðrum þjóðum en ef maður meiðir sig ekki á maður ekkert að henda sér niður.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Sjá meira
Tékkar skelltu Hollendingum | Úrslit kvöldsins Tékkar komu skemmtilega á óvart í kvöld er þeir skelltu Hollendingum en liðin eru í riðli Íslands í undankeppni EM. 9. september 2014 14:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Tyrkir teknir í kennslustund Strákarnir okkar fóru á kostum er þeiri skelltu Tyrkjum 3-0 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli. 9. september 2014 14:10