Gos hafið að nýju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2014 06:09 Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. Hægt er að horfa á beina útsendingu úr vefmyndavélinni í spilaranum hér fyrir ofan.Click here for an English version.Þoku brá yfir vefmyndavél Mílu um kl 4:30 en þegar henni létti um 5:49 varð vaktmaður Mílu var við gosið. Líkt og sjá má á vefmyndavélinni, sem nálgast má hér að neðan, bregður þoku reglulega fyrir gossvæðið en veður á svæðinu er vont eins og víðast hvar á landinu.Sjá myndband frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands neðst í fréttinni. Gossins aðfaranótt föstudags varð vart rétt upp úr miðnætti en var að mestu lokið um þremur klukkustundum síðar. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að gosið sé á sama stað og aðfaranótt föstudags en virðist nokkuð minna bæði af myndum og mælum að dæma. Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, staðfestir í tilkynningu að gos sé hafið á sprungu í Holuhrauni. Staðsetning sé um það bil sú sama og í gosinu aðfaranótt föstudags. Gosið virkar minna að hans sögn og nánast engin virkni birtist á jarðskjálftamælum að hans sögn. Vísindamaður Veðurstofunnar, sem gistir ásamt fleiri vísindamönnum í Dreka í Drekagili, er á leiðinni á svæðið. Víðir segir viðbúnað minniháttar á meðan verið sé að átta sig á hlutunum.Hér má fylgjast með beinni útsendingu úr vefmyndavél 2 hjá Mílu.Uppfært 07:14 Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna eru jarðvísindamenn á svæðinu. Þeir segja gosið vera minna og sprunguna styttri en á föstudaginn og einnig hafi sprungan teygt sig um fimm hundruð metra í norður. Hraun úr sprungunni rennur eingöngu til austurs.Hreinn Beck hjá Mílu ber saman gosin tvö á myndinni en hafa verður í huga skekkju vegna birtuskilyrða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Lítið eldgos hófst í Holuhrauni rétt fyrir kl0600 í morgun. Aðeins lengri sprunga en síðast. Verið er að meta umfangið. #Bardarbunga...— Almannavarnir (@almannavarnir) August 31, 2014 Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Af vefmyndavél Mílu má glögglega sjá að gos er hafið að nýju í Holuhrauni um fimm kílómetra norðan Dyngjujökuls, á sama stað og gos hófst aðfaranótt föstudags. Hægt er að horfa á beina útsendingu úr vefmyndavélinni í spilaranum hér fyrir ofan.Click here for an English version.Þoku brá yfir vefmyndavél Mílu um kl 4:30 en þegar henni létti um 5:49 varð vaktmaður Mílu var við gosið. Líkt og sjá má á vefmyndavélinni, sem nálgast má hér að neðan, bregður þoku reglulega fyrir gossvæðið en veður á svæðinu er vont eins og víðast hvar á landinu.Sjá myndband frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands neðst í fréttinni. Gossins aðfaranótt föstudags varð vart rétt upp úr miðnætti en var að mestu lokið um þremur klukkustundum síðar. Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir í samtali við Vísi að gosið sé á sama stað og aðfaranótt föstudags en virðist nokkuð minna bæði af myndum og mælum að dæma. Martin Hensch, jarðskjálftafræðingur á vakt hjá Veðurstofunni, staðfestir í tilkynningu að gos sé hafið á sprungu í Holuhrauni. Staðsetning sé um það bil sú sama og í gosinu aðfaranótt föstudags. Gosið virkar minna að hans sögn og nánast engin virkni birtist á jarðskjálftamælum að hans sögn. Vísindamaður Veðurstofunnar, sem gistir ásamt fleiri vísindamönnum í Dreka í Drekagili, er á leiðinni á svæðið. Víðir segir viðbúnað minniháttar á meðan verið sé að átta sig á hlutunum.Hér má fylgjast með beinni útsendingu úr vefmyndavél 2 hjá Mílu.Uppfært 07:14 Samkvæmt upplýsingum frá Samhæfingarmiðstöð Almannavarna eru jarðvísindamenn á svæðinu. Þeir segja gosið vera minna og sprunguna styttri en á föstudaginn og einnig hafi sprungan teygt sig um fimm hundruð metra í norður. Hraun úr sprungunni rennur eingöngu til austurs.Hreinn Beck hjá Mílu ber saman gosin tvö á myndinni en hafa verður í huga skekkju vegna birtuskilyrða. Post by Jarðvísindastofnun Háskólans. Lítið eldgos hófst í Holuhrauni rétt fyrir kl0600 í morgun. Aðeins lengri sprunga en síðast. Verið er að meta umfangið. #Bardarbunga...— Almannavarnir (@almannavarnir) August 31, 2014
Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira