Sport

Höfnunin í Blóðbankanum vakti mig

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ívar Trausti Jósafatsson hefur heldur betur snúið við taflinu eftir viðvörun frá Hjartavernd árið 2008.

Ívar hleypur, syndir og hjólar til skiptis þessa dagana og hefur sjaldan liðið betur en vakningin kom þegar honum var synjað að gefa blóð vegna líkamsástands hans.

Valtýr Björn Valtýsson hitti Ívar og ræddi við hann um breytinguna á lífsstíl hans á síðustu sex árum.

„Ég fór til að byrja með eingöngu út að hlaupa en svo komst ég að því að það væri betra að dreifa álaginu og fór að synda og hjóla til skiptis. Blóðþrýstingurinn er kominn í lag og ég vill með þessari sögu koma því að fólki að það er alltaf von.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×