Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Óskar Ófeigur Jónsson í London skrifar 20. ágúst 2014 22:41 Pavel Ermolinskij gegn Bretum í Höllinni. vísir/vilhelm „Þetta var alveg gjeggað," sagði PavelErmolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins eftir sigurinn á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. „Það var dauft yfir okkur í fyrri hálfleik á meðan að þeir byrjuðu sterkt. Í byrjun seinni hálfleiks fann ég kraftinn síast úr þeim og koma yfir í okkur. Það var tilfinningin sem ég hafði. Það var líka miklu sætara að vinna leikinn svona," sagði Pavel um endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum. „Litla þjóðin sem við erum og alltaf er talað niður til. Við höfðum kjarkinn til að segja að við getum þetta. Það var það sem gerðist í seinni hálfleikum í kvöld. Við höfðum trú á þessu og það er eitthvað sem hefur hægt og rólega verið að breytast hjá okkur," sagði Pavel. „Það var mjög mikilvægt að Hössi skoraði þessi stig þar sem aðrir sem hafa verið að skora voru ekki að gera það í þessum leik. Hössi var agressívur og að klára mjög vel," sagði Pavel um frammistöðu Harðar Axels og hann segir Jón Arnór hafa komið sér á óvart í þessum leik. „Ég skal vera hreinskilinn og segja það bara að ég bjóst ekki við að Jón Arnór myndi gera þetta. Hann er ekki búinn að vera spila með okkur og er búinn að æfa lítið. É hélt að við værum bara að fá einhvern gamlingja þarna inn," sagði Pavel í léttum tón en bætti svo við. „Hann var eins og unglamb og þvílík frammistaða hjá honum. Þegar við þurftum körfur þá kom hann með þær. Leiðtogar eins og hann eiga að gera það og hann hefur gert það trekk í trekk fyrir þetta lið en aldrei í jafnmikilvægum leik og þessum. Það var gott að hann klikkaði ekki í dag," sagði Pavel. „Ég er ekki bara stoltur af sjálfu afrekinu heldur er ég helst stoltur af því að fá að spila með þessum strákum. Maður horfir bara í kringum sig og það eina sem kemst að er að vinna," sagði Pavel. „Það er enginn að hugsa um eigin hagsmuni því menn vilja bara vinna. Menn eru líka að tilbúnir að fórna hverju sem er fyrir það. Ég er því stoltastur yfir því að fá tækifæri til að spila með jafngóðum mönnum, ekki bara körfuboltamönnum heldur góðum manneskjum eins og þessir strákar eru," sagði Pavel að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
„Þetta var alveg gjeggað," sagði PavelErmolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins eftir sigurinn á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. „Það var dauft yfir okkur í fyrri hálfleik á meðan að þeir byrjuðu sterkt. Í byrjun seinni hálfleiks fann ég kraftinn síast úr þeim og koma yfir í okkur. Það var tilfinningin sem ég hafði. Það var líka miklu sætara að vinna leikinn svona," sagði Pavel um endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum. „Litla þjóðin sem við erum og alltaf er talað niður til. Við höfðum kjarkinn til að segja að við getum þetta. Það var það sem gerðist í seinni hálfleikum í kvöld. Við höfðum trú á þessu og það er eitthvað sem hefur hægt og rólega verið að breytast hjá okkur," sagði Pavel. „Það var mjög mikilvægt að Hössi skoraði þessi stig þar sem aðrir sem hafa verið að skora voru ekki að gera það í þessum leik. Hössi var agressívur og að klára mjög vel," sagði Pavel um frammistöðu Harðar Axels og hann segir Jón Arnór hafa komið sér á óvart í þessum leik. „Ég skal vera hreinskilinn og segja það bara að ég bjóst ekki við að Jón Arnór myndi gera þetta. Hann er ekki búinn að vera spila með okkur og er búinn að æfa lítið. É hélt að við værum bara að fá einhvern gamlingja þarna inn," sagði Pavel í léttum tón en bætti svo við. „Hann var eins og unglamb og þvílík frammistaða hjá honum. Þegar við þurftum körfur þá kom hann með þær. Leiðtogar eins og hann eiga að gera það og hann hefur gert það trekk í trekk fyrir þetta lið en aldrei í jafnmikilvægum leik og þessum. Það var gott að hann klikkaði ekki í dag," sagði Pavel. „Ég er ekki bara stoltur af sjálfu afrekinu heldur er ég helst stoltur af því að fá að spila með þessum strákum. Maður horfir bara í kringum sig og það eina sem kemst að er að vinna," sagði Pavel. „Það er enginn að hugsa um eigin hagsmuni því menn vilja bara vinna. Menn eru líka að tilbúnir að fórna hverju sem er fyrir það. Ég er því stoltastur yfir því að fá tækifæri til að spila með jafngóðum mönnum, ekki bara körfuboltamönnum heldur góðum manneskjum eins og þessir strákar eru," sagði Pavel að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Sjá meira
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04