Ólafur Björn tekur þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2014 10:15 Ólafur Björn á Íslandsmótinu í höggleik fyrr í sumar. Vísir/Daníel Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr NK, verður meðal þátttakenda á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Fyrsti hluti þess fer fram í Frakklandi og hefst mótið 23. september. Ólafur lék á sama velli í fyrra og bar hann vellinum vel söguna á Facebook-síðu sinni ásamt því að skrifa stuttan pistil um haustið. „Eftir dágóðar vangaveltur ákvað ég að einblína eingöngu á úrtökumótin í Evrópu í ár. Ég lenti í smá álagsmeiðslum á úlnlið í fyrra sem hafði mikil áhrif á æfingar og keppni á versta tíma. Úlniðurinn minnti aðeins á sig fyrir skömmu og með hjálp frá Gauta Grétars hef ég haldið þessu í skefjum. Úrtökumótin austanhafs fá núna mína fulla athygli og á sama tíma get ég stjórnað álaginu í aðdraganda mótsins.“ Þá staðfesti Ólafur að hann myndi taka þátt í Nordic Golf League næstu vikurnar. „Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina. Ég á rástíma klukkan 13.50 á morgun.“ Post by Olafur Loftsson. Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr NK, verður meðal þátttakenda á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Fyrsti hluti þess fer fram í Frakklandi og hefst mótið 23. september. Ólafur lék á sama velli í fyrra og bar hann vellinum vel söguna á Facebook-síðu sinni ásamt því að skrifa stuttan pistil um haustið. „Eftir dágóðar vangaveltur ákvað ég að einblína eingöngu á úrtökumótin í Evrópu í ár. Ég lenti í smá álagsmeiðslum á úlnlið í fyrra sem hafði mikil áhrif á æfingar og keppni á versta tíma. Úlniðurinn minnti aðeins á sig fyrir skömmu og með hjálp frá Gauta Grétars hef ég haldið þessu í skefjum. Úrtökumótin austanhafs fá núna mína fulla athygli og á sama tíma get ég stjórnað álaginu í aðdraganda mótsins.“ Þá staðfesti Ólafur að hann myndi taka þátt í Nordic Golf League næstu vikurnar. „Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina. Ég á rástíma klukkan 13.50 á morgun.“ Post by Olafur Loftsson.
Golf Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira