Ólafur Björn tekur þátt í úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. ágúst 2014 10:15 Ólafur Björn á Íslandsmótinu í höggleik fyrr í sumar. Vísir/Daníel Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr NK, verður meðal þátttakenda á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Fyrsti hluti þess fer fram í Frakklandi og hefst mótið 23. september. Ólafur lék á sama velli í fyrra og bar hann vellinum vel söguna á Facebook-síðu sinni ásamt því að skrifa stuttan pistil um haustið. „Eftir dágóðar vangaveltur ákvað ég að einblína eingöngu á úrtökumótin í Evrópu í ár. Ég lenti í smá álagsmeiðslum á úlnlið í fyrra sem hafði mikil áhrif á æfingar og keppni á versta tíma. Úlniðurinn minnti aðeins á sig fyrir skömmu og með hjálp frá Gauta Grétars hef ég haldið þessu í skefjum. Úrtökumótin austanhafs fá núna mína fulla athygli og á sama tíma get ég stjórnað álaginu í aðdraganda mótsins.“ Þá staðfesti Ólafur að hann myndi taka þátt í Nordic Golf League næstu vikurnar. „Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina. Ég á rástíma klukkan 13.50 á morgun.“ Post by Olafur Loftsson. Golf Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr NK, verður meðal þátttakenda á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina í haust. Fyrsti hluti þess fer fram í Frakklandi og hefst mótið 23. september. Ólafur lék á sama velli í fyrra og bar hann vellinum vel söguna á Facebook-síðu sinni ásamt því að skrifa stuttan pistil um haustið. „Eftir dágóðar vangaveltur ákvað ég að einblína eingöngu á úrtökumótin í Evrópu í ár. Ég lenti í smá álagsmeiðslum á úlnlið í fyrra sem hafði mikil áhrif á æfingar og keppni á versta tíma. Úlniðurinn minnti aðeins á sig fyrir skömmu og með hjálp frá Gauta Grétars hef ég haldið þessu í skefjum. Úrtökumótin austanhafs fá núna mína fulla athygli og á sama tíma get ég stjórnað álaginu í aðdraganda mótsins.“ Þá staðfesti Ólafur að hann myndi taka þátt í Nordic Golf League næstu vikurnar. „Ég er mættur til Linköping í Svíþjóð og á morgun hefst Landeryd Masters. Á leiðinni til Svíþjóðar stoppaði ég í nokkra daga í London og keppti í móti á Jamega Pro Tour, aðeins til að hrista helstu rokspilamennskuna úr mér. Ég lék á 72 (+1) og 71 (E) höggum og endaði jafn í 11. sæti af 60 keppendum, 5 höggum frá efsta sætinu. Þrátt fyrir að það hafi vantað svolítið upp á spilamennskuna í mótinu átti ég ágæta spretti. Ég endaði með krafti í fyrradag, tvo undir á seinni 9 holunum og ég vippaði ofan í holu á síðustu brautinni til þess að fá útborgað. Þetta var flott upphitun fyrir mótið um helgina. Ég á rástíma klukkan 13.50 á morgun.“ Post by Olafur Loftsson.
Golf Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira