Stór Cadillac gegn þýskum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 10:18 Cadillac Elmiraj tilraunabíllinn. Vonandi verður sá nýi sem líkastur honum. Cadillac bílar teljast í lúxusflokki en þó framleiðir fyrirtækið ekki bíl sem keppt getur við stærstu fólksbíla þýsku lúxusframleiðendanna. Er þar átt við BMW 7-línuna, Audi A8 og Mercedes Benz S-Class. Þessu hyggst Cadillac breyta með nýjum bíl. Hann á að fá nýjan undirvagn og eiga í raun fátt sameiginlegt með þeim gerðum sem Cadillac framleiðir í dag. Hann verður, eins og stórum lúxuskerrum sæmir, með afturhjóladrifi. Cadillac er í eigu General Motors og svo mikið liggur þeim á að koma þessum bíl á markað að hann á að vera tilbúinn til sölu strax á næsta ári. Hvað útlit nýja bílsins varðar er veðjað á að hann erfi að mestu útlit tilraunabílsins Cadillac Elmiraj, sem sýndur var á flestum bílasýningum heims á síðasta ári. Hann þykir ógnarfagur bíll svo ef Cadillac eru trúr útliti hans, er von á góðu. Segja má að mikið sé undir hjá Cadillac hvað þennan nýja bíl varðar. Staða bandarísku framleiðendanna nú er sú að þeir bjóða í raun engan frambærilegan stóran lúxusbíll sem keppir við lúxusmerkin frá Þýskalandi, Ítalíu og Bretland. Hefur svo verið í nokkurn tíma þó að annað hafi átt við á blómatíma bandarískrar bílaframleiðslu. Með þessum bíl gæti Cadillac stimplað sinn sem raunverulegan keppanda í þessum flokki bíla, eða gjörsamlega klúðrað hlutunum og þá sykkju bandarískir bílar enn neðar í samanburði við þá evrópsku. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
Cadillac bílar teljast í lúxusflokki en þó framleiðir fyrirtækið ekki bíl sem keppt getur við stærstu fólksbíla þýsku lúxusframleiðendanna. Er þar átt við BMW 7-línuna, Audi A8 og Mercedes Benz S-Class. Þessu hyggst Cadillac breyta með nýjum bíl. Hann á að fá nýjan undirvagn og eiga í raun fátt sameiginlegt með þeim gerðum sem Cadillac framleiðir í dag. Hann verður, eins og stórum lúxuskerrum sæmir, með afturhjóladrifi. Cadillac er í eigu General Motors og svo mikið liggur þeim á að koma þessum bíl á markað að hann á að vera tilbúinn til sölu strax á næsta ári. Hvað útlit nýja bílsins varðar er veðjað á að hann erfi að mestu útlit tilraunabílsins Cadillac Elmiraj, sem sýndur var á flestum bílasýningum heims á síðasta ári. Hann þykir ógnarfagur bíll svo ef Cadillac eru trúr útliti hans, er von á góðu. Segja má að mikið sé undir hjá Cadillac hvað þennan nýja bíl varðar. Staða bandarísku framleiðendanna nú er sú að þeir bjóða í raun engan frambærilegan stóran lúxusbíll sem keppir við lúxusmerkin frá Þýskalandi, Ítalíu og Bretland. Hefur svo verið í nokkurn tíma þó að annað hafi átt við á blómatíma bandarískrar bílaframleiðslu. Með þessum bíl gæti Cadillac stimplað sinn sem raunverulegan keppanda í þessum flokki bíla, eða gjörsamlega klúðrað hlutunum og þá sykkju bandarískir bílar enn neðar í samanburði við þá evrópsku.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent