Hvernig gat þetta endað vel? Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 11:13 Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil! Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent
Mótorhjólaslys enda oftast afar illa enda eru mótorhjólamenn nokkuð berskjaldaðir gegn bílum á vegum úti. Hér er ansi magnað dæmi um slys sem endað gæti illa, en bæði heppni og lipurð ökumanns mótorhjólsins sem hér ekur ógnarhratt aftan á bíl, gerir það að verkum að slysið lítur út eins og vel heppnað atriði í bíómynd. Ökumaður mótorhjólsins kastast uppá þak bílsins en fer heljarstökk fyrir lendinguna og lendir standandi á þakinu. Hreint magnað atriði þó svo það hafi ekki verið skipulagt. Auðvitað gerðist þetta á hinum hættulegu vegum í Rússlandi og eins og svo oft áður náðist það á myndavél sem Rússum er svo tamt að hafa á mælaborðinu í bílum sínum. Kannski ætti þessi mótorhjólamaður að sækja um vinnu í Cirque du Soleil!
Mest lesið Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Öruggt að hann væri ekki á lífi væri flugvöllurinn annars staðar Innlent Sveifluðust til og frá í krefjandi lendingum Innlent Fimm með réttarstöðu sakbornings vegna andláts í Grindavík Innlent Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Fróm fyrirheit í jómfrúarræðuhlaðborði Innlent Orðræða kolleganna um slitin geri lítið úr Framsóknarkonum Innlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent