Hanna Birna segist ekki hafa gert neitt rangt Stefán Árni Pálsson skrifar 26. ágúst 2014 15:46 „Það á aldrei að vera þannig að stjórnmálamaður velti fyrir sér að segja af sér embætti ef hann hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag í kvöld. Yfirlýsing í kjölfar þriðja bréfs Umboðsmanns Alþingis til hennar hefur vakið mikla athygli í dag. „Í málinu öllu saman hef ég auðvitað gert pólitísk mistök en ég hef ekki brotið af mér með neinum hætti. Ég hef ekki gert neitt sem samviskan mín segir mér að ég hafi gert rangt. Ég hefði auðvitað í pólitísku samhengi gert margt öðruvísi, ef ég hefði vitað hvernig málið myndi liggja.“ Hanna Birna segist vera í þeirri óþægilegu stöðu að engar verklagsreglur séu til þegar kæra gegn ráðherra og ráðuneyti komi fram. „Mín staða er sú að ég hef verið í nokkra mánuði hugsi yfir stjórnmálunum, ekki stöðu minni sem ráðherra, heldur hefur mér liðið persónulega og pólitískt eins og ég væri að bregðast. Vegna þess að ég hef ekki getað svarað málinu, né útskýrt það af því að ég veit ekkert hvað gerðist.“ Ráðherra segist íhuga að hætta í stjórnmálum í kjölfar bréfs umboðsmanns Alþingis sem hún segir hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Hún segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu en sparar ekki stóru orðin í garð umboðsmanns. Hún segist bæði „hugsi og sorgmædd“ yfir því hvernig ýmsar stofnanir komist upp með að setja fram dylgjur í garð hennar. „Mér hefur fundist ég hafa verið að verja kerfi sem ég er ekki sátt við. Ég fór í pólitík til þess að verja almenning, ekki til þess að verja kerfi. Með sjálfum mér hef ég verið að hugsa hvort það sé kannski einhver annar staður betri til þess að breyta samfélaginu.“Aðspurð hvort hún reikni með að klára þetta kjörtímabil svaraði Innanríkisráðherra; „Ég er ekki búin að taka ákvörðun um það. Ég mun ekki segja af sér embætti sem ráðherra fyrir eitthvað moldviðri í kringum mál sem er sannarlega óheppilegt.“ „Það liggur fyrir að það fór fram ákveðin rannsókn. Það liggur fyrir að ríkissaksóknari hefur ákveðið að ákæra í málinu. Það eitt segir okkur að ríkissaksóknari taldi rannsóknina, án allra þvingana, fullkomlega eðlilega. Það liggur líka fyrir að umboðsmaður kýs í fyrsta skipti að kalla menn til yfirheyrslu og birta það opinberlega án þess að gefa mönnum andmælarétt. Hann talaði aldrei við mig um málið.“ Hanna Birna segir að þegar hún tali um pólitískan leik þá eigi hún við að málið hafi einfaldlega átt að fá að klárast. „Mér finnst umboðsmaður fella dóm áður en rannsókn málsins klárast.“ Bréf umboðsmanns er afar ítarlegt, 23 blaðsíður, þar sem meðal annars eru rakin samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kemur meðal annars fram að Stefán hafi sjálfur leitað á náðir ríkissaksóknara í kjölfar fjölmargra spurninga sem ráðherra hafði vegna rannsóknar lögreglu. „Menn eru að ræða um samskipti mín við Stefán, Stefán er fullorðinn maður og hann er lögreglustjóri í Reykjavík. Við ræddum það margsinnis hvernig við ættum að hafa þetta. Stefán ávarpaði það aldrei við mig að þetta væri fyrir honum með einhverjum hætti óeðlilegt. Miklu frekar lögðum við áherslu á það að vinna þetta svona, einmitt vegna þess að ég sem ráðherra bý yfir mjög margþættum trúnaðarupplýsingum, ekki bara um einn hælisleitanda, heldur um allt samfélagið. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan. Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Bjarni ósáttur við umboðsmann Bjarni Benediktsson, gagnrýnir Umboðsmann Alþingis fyrir að hafa ekki gefið innanríkisráðherra færi á að svara fyrir sig áður en athugasemdir hans rötuðu í fjölmiðla. 26. ágúst 2014 12:18 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra Stefán Eiríksson segir frásögn Hönnu Birnu af samskiptum þeirra tveggja ekki segja alla söguna. 26. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
„Það á aldrei að vera þannig að stjórnmálamaður velti fyrir sér að segja af sér embætti ef hann hefur ekki gert neitt rangt,“ sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir, Innanríkisráðherra, í beinni útsendingu í þættinum Ísland í dag í kvöld. Yfirlýsing í kjölfar þriðja bréfs Umboðsmanns Alþingis til hennar hefur vakið mikla athygli í dag. „Í málinu öllu saman hef ég auðvitað gert pólitísk mistök en ég hef ekki brotið af mér með neinum hætti. Ég hef ekki gert neitt sem samviskan mín segir mér að ég hafi gert rangt. Ég hefði auðvitað í pólitísku samhengi gert margt öðruvísi, ef ég hefði vitað hvernig málið myndi liggja.“ Hanna Birna segist vera í þeirri óþægilegu stöðu að engar verklagsreglur séu til þegar kæra gegn ráðherra og ráðuneyti komi fram. „Mín staða er sú að ég hef verið í nokkra mánuði hugsi yfir stjórnmálunum, ekki stöðu minni sem ráðherra, heldur hefur mér liðið persónulega og pólitískt eins og ég væri að bregðast. Vegna þess að ég hef ekki getað svarað málinu, né útskýrt það af því að ég veit ekkert hvað gerðist.“ Ráðherra segist íhuga að hætta í stjórnmálum í kjölfar bréfs umboðsmanns Alþingis sem hún segir hafa fyrirfram ákveðnar skoðanir í málinu. Hún segir ekkert nýtt koma fram í bréfinu en sparar ekki stóru orðin í garð umboðsmanns. Hún segist bæði „hugsi og sorgmædd“ yfir því hvernig ýmsar stofnanir komist upp með að setja fram dylgjur í garð hennar. „Mér hefur fundist ég hafa verið að verja kerfi sem ég er ekki sátt við. Ég fór í pólitík til þess að verja almenning, ekki til þess að verja kerfi. Með sjálfum mér hef ég verið að hugsa hvort það sé kannski einhver annar staður betri til þess að breyta samfélaginu.“Aðspurð hvort hún reikni með að klára þetta kjörtímabil svaraði Innanríkisráðherra; „Ég er ekki búin að taka ákvörðun um það. Ég mun ekki segja af sér embætti sem ráðherra fyrir eitthvað moldviðri í kringum mál sem er sannarlega óheppilegt.“ „Það liggur fyrir að það fór fram ákveðin rannsókn. Það liggur fyrir að ríkissaksóknari hefur ákveðið að ákæra í málinu. Það eitt segir okkur að ríkissaksóknari taldi rannsóknina, án allra þvingana, fullkomlega eðlilega. Það liggur líka fyrir að umboðsmaður kýs í fyrsta skipti að kalla menn til yfirheyrslu og birta það opinberlega án þess að gefa mönnum andmælarétt. Hann talaði aldrei við mig um málið.“ Hanna Birna segir að þegar hún tali um pólitískan leik þá eigi hún við að málið hafi einfaldlega átt að fá að klárast. „Mér finnst umboðsmaður fella dóm áður en rannsókn málsins klárast.“ Bréf umboðsmanns er afar ítarlegt, 23 blaðsíður, þar sem meðal annars eru rakin samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Kemur meðal annars fram að Stefán hafi sjálfur leitað á náðir ríkissaksóknara í kjölfar fjölmargra spurninga sem ráðherra hafði vegna rannsóknar lögreglu. „Menn eru að ræða um samskipti mín við Stefán, Stefán er fullorðinn maður og hann er lögreglustjóri í Reykjavík. Við ræddum það margsinnis hvernig við ættum að hafa þetta. Stefán ávarpaði það aldrei við mig að þetta væri fyrir honum með einhverjum hætti óeðlilegt. Miklu frekar lögðum við áherslu á það að vinna þetta svona, einmitt vegna þess að ég sem ráðherra bý yfir mjög margþættum trúnaðarupplýsingum, ekki bara um einn hælisleitanda, heldur um allt samfélagið. Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Lekamálið Tengdar fréttir Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45 Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18 Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25 Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41 Bjarni ósáttur við umboðsmann Bjarni Benediktsson, gagnrýnir Umboðsmann Alþingis fyrir að hafa ekki gefið innanríkisráðherra færi á að svara fyrir sig áður en athugasemdir hans rötuðu í fjölmiðla. 26. ágúst 2014 12:18 Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55 Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42 Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra Stefán Eiríksson segir frásögn Hönnu Birnu af samskiptum þeirra tveggja ekki segja alla söguna. 26. ágúst 2014 12:39 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Sigmundur tekur við málaflokkum Hönnu Birnu Forsætisráðherra mun taka við málaflokkum dóms- og ákæruvalds af innanríkisráðherra. Ríkisstjórninni var tilkynnt um þetta á fundi í dag. 26. ágúst 2014 11:45
Hanna Birna: „Eruð þið ekki að ganga of langt í þessu öllu saman?“ Í þriðja bréfi umboðsmanns Alþingis til innanríkisráðherra kemur fram að ráðherra hafi spurt lögreglustjórann í Reykjavík hvort lögregla væri ekki að ganga of langt í rannsókn sinni á lekamálinu. 26. ágúst 2014 11:18
Stefán segir aðstoðarmenn Hönnu Birnu hafa beðið sig um að neita frétt DV Stefán Eiríksson, fráfarandi lögreglustjóri, tjáði Umboðsmanni Alþingis að aðstoðarmenn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, þau Gísli Freyr Valdórsson og Þórey Vilhelmsdóttir, hafi haft samband við sig og beðið hann um að neita fréttaflutningi DV um samskipti sín við ráðherra. 26. ágúst 2014 11:25
Hanna Birna hjólar í umboðsmann: Íhugar að hætta í stjórnmálum Innanríkisráðherra fer mikinn í yfirlýsingu til fjölmiðla. 26. ágúst 2014 10:41
Bjarni ósáttur við umboðsmann Bjarni Benediktsson, gagnrýnir Umboðsmann Alþingis fyrir að hafa ekki gefið innanríkisráðherra færi á að svara fyrir sig áður en athugasemdir hans rötuðu í fjölmiðla. 26. ágúst 2014 12:18
Segir Hönnu Birnu hafa spurt út í samskipti sín við umboðsmann Alþingis Stefán Eiríksson segir að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi spurt sig hvort hann hafi haft samband við umboðsmann Alþingis vegna fyrirspurna umboðsmanns til Hönnu Birnu vegna gruns um óeðlileg samskipti þeirra á milli vegna lögreglurannsóknar á lekamálinu svokallaða. 26. ágúst 2014 11:55
Samskipti ráðherra og lögreglustjóra tekin til formlegrar rannsóknar Umboðsmaður vísar til lagaheimilda sinna um mál þar sem hann verður var við stórvægileg mistök eða afbrot. 26. ágúst 2014 11:42
Tók skýrt fram að hann hefði ekki hætt vegna ráðherra Stefán Eiríksson segir frásögn Hönnu Birnu af samskiptum þeirra tveggja ekki segja alla söguna. 26. ágúst 2014 12:39