Þjálfari Halldórs Orra hafnaði Celtic Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. ágúst 2014 10:30 Ronny Deila tókst að láta slá sig tvisvar úr Meistaradeildinni í einni forkeppni. vísir/getty Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Fáir menn eru óvinsælli hjá stórum hluta Glasgow-borgar en Norðmaðurinn RonnyDeila, knattspyrnustjóri Celtic. Skoska liðinu tókst að láta slá sig aftur úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi þegar það tapaði fyrir Maribor frá Slóveníu, 1-0, á heimavelli, en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Celtic var í raun hent úr keppninni af pólska stórliðinu Legia Varsjá í þriðju umferð forkeppninnar, en Legia vann einvígi liðanna sannfærandi, 6-1. Celtic slapp þó með skrekkinn því Legia var fellt úr keppninni þar sem það spilaði á leikmanni sem var í banni. „Það er aðeins eitt sem hægt er að segja: Við vorum ekki nógu góðir og áttum ekki skilið að fara í Meistaradeildina,“ sagði Ronny Deila hreinskilinn eftir leik.Þjálfari og leikmenn Maribor fagna við lokaflautið í gær, en Deila er íbygginn á svip.vísir/gettyDeila, sem gerði Strömsgodset að norskum meisturum síðasta haust, tók við Celtic í sumar eftir að Neil Lennon sagði starfi sínu lausu. Hann var þó ekki fyrsti kostur Celtic og er nú sagður valtur í sessi eftir þetta klúður í Meistaradeildinni. Celtic reyndi fyrst að RoyKeane sem hafnaði starfinu og gerðist síðar aðstoðarþjálfari Aston Villa, en nú hefur HenrikLarson, sænska goðsögnin sem spilaði með Celtic við góðan orðstír, staðfest að honum var borðið starfið. Skoskir miðlar fullyrtu þetta í sumar, en Larson neitaði þeim fréttum ávallt. Hann þjálfar sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF þar sem Stjörnumaðurinn HalldórOrriBjörnsson spilar, en nú hefur hann loks staðfest að honum bauðst starfið. „Já, ég hafnaði Celtic-starfinu í sumar. Ég hugsaði mig um, en á endanum ákvað ég að vera áfram hjá Falkenbergs,“ sagði Henrik Larson við The Sun. Larson er nú á ný orðaður við starfið í skoskum miðlum í morgun, en margir stuðningsmenn Celtic vilja losna við Deila og hafa boðað til mótmæla fyrir utan völl félagsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira