Fótbolti

Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fernu fyrir Stjörnuna á móti Selfossi í júní.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fernu fyrir Stjörnuna á móti Selfossi í júní. Vísir/Valli
Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik.

Bikarúrslitaliðin í ár hafa mæst einu sinni áður í sumar en Stjarnan fór þá á Selfoss og vann 5-3 sigur í afar fjörugum leik 24. júní síðastliðinn en staðan var 4-2 fyrir Garðabæjarliðið í hálfleik.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði fernu fyrir Stjörnuna í leiknum og fimmta markið skoraði hin ítalska Marta Carissimi sem var allt í öllu í aðdraganda flestra markanna.

Hin bandaríska Celeste Boureille skoraði tvö mörk fyrir Selfossliðið og Dagný Brynjarsdóttir kom liðinu í 1-0 strax á 7. mínútu leiksins.

Úrslitaleikur Stjörnunnar og Selfoss hefst klukkan 16.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport HD sem og hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×