Saab enn einu sinni í þrot? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2014 11:05 Framleiðsla á Saab bíl í Trollhettan í Svíþjóð. Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent
Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent