Saab enn einu sinni í þrot? Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2014 11:05 Framleiðsla á Saab bíl í Trollhettan í Svíþjóð. Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Það stefnir enn eina ferðina í að bílasmiðurinn Saab fari í þrot. Nýir eigendur Saab, National Electric Vehicle of Sweden (NEVS), sem er í eigu fjárfestingasjóðs í Hong Kong, hefur ekki tekist að afla nægs rekstrarfjár og nú krefjast kröfuhafar þess að félagið fari í þrot. Saga Saab hefur verið þyrnum stráð allt frá því að General Motors, eigandi Saab árið 2010 varð gjaldþrota sjálft. Árið eftir sótti Saab fyrirtækið um gjaldþrotaskipti. Saab var svo keypt af hollenska sportbílafyrirtækinu Spyker, en það sigldi Saab einnig í þrot. Þá keypti NEVS Saab og hafði uppi áætlanir um að knýja nýja Saab bíla með rafmagni en framleiða í fyrstu hefðbundna Saab 9-3 með brunavélum. Sú framleiðsla hófst en stóð ekki lengi, eða til fyrstu mánaða þessa árs. Síðan hefur NEVS reynt að fá fleiri fjárfesta að borðinu, en ekki tekist og allt stefnir í enn eitt gjaldþrotið.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent