Gerðist Eyþór Helgi sekur um kynþáttaníð? Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. ágúst 2014 14:45 Eyþór Helgi Birgisson missir af næstu fimm leikjum Ólsara. vísir/daníel Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla í fótbolta, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á vikulegum fundi nefndarinnar. Skýringin sem fylgdi úrskurðinum í gær var framkoma eftir brottvísun, en Eyþór Helgi fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik í leik gegn Grindavík um helgina. Nú hefur KSÍ gefið það út að Ólsarar verða sektaðir vegna framkomu Eyþórs Helga um 100.000 krónur, en hann á að hafa brotið gegn 16. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál sem fjallað hefur verið um í dag vegna kynþáttaníðsins í Vestmannaeyjum. „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki,“ segir í regluverki KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis lét Eyþór Helgi miður falleg orð falla í garð aðstoðardómarans Viatcheslav Titov þegar hann fékk seinna gula spjaldið, en Titov er af rússnesku bergi brotin. Ekki er farið nánar út í hvað Eyþór Helgi gerði af sér, en fyrr í sumar fékk leikmaður Víðis í Garði sömu refsingu og félagið sömu sekt þegar hann gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja. Aðeins eru sjö umferðir eftir í 1. deild karla þannig Eyþór Helgi missir af miklu, en bann hans er mikið áfall fyrir Ólsara sem eru í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeild á ný. Íslenski boltinn Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28 Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur í 1. deild karla í fótbolta, var í gær úrskurðaður í fimm leikja bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á vikulegum fundi nefndarinnar. Skýringin sem fylgdi úrskurðinum í gær var framkoma eftir brottvísun, en Eyþór Helgi fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili í seinni hálfleik í leik gegn Grindavík um helgina. Nú hefur KSÍ gefið það út að Ólsarar verða sektaðir vegna framkomu Eyþórs Helga um 100.000 krónur, en hann á að hafa brotið gegn 16. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál sem fjallað hefur verið um í dag vegna kynþáttaníðsins í Vestmannaeyjum. „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki,“ segir í regluverki KSÍ. Samkvæmt heimildum Vísis lét Eyþór Helgi miður falleg orð falla í garð aðstoðardómarans Viatcheslav Titov þegar hann fékk seinna gula spjaldið, en Titov er af rússnesku bergi brotin. Ekki er farið nánar út í hvað Eyþór Helgi gerði af sér, en fyrr í sumar fékk leikmaður Víðis í Garði sömu refsingu og félagið sömu sekt þegar hann gerðist sekur um kynþáttaníð í garð mótherja. Aðeins eru sjö umferðir eftir í 1. deild karla þannig Eyþór Helgi missir af miklu, en bann hans er mikið áfall fyrir Ólsara sem eru í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeild á ný.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43 Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28 Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00 Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
ÍBV sektað um 150.000 fyrir kynþáttaníð Lögfræðingar ÍBV í málinu, en félagið ætlar að svara úrskurðinum seinna í dag. 13. ágúst 2014 11:43
Eyþór Helgi dæmdur í fimm leikja bann Sóknarmaðurinn var í dag dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ fyrir framkomu sína eftir að hafa fengið rautt spjald í tapleik gegn Grindavík um helgina. 12. ágúst 2014 17:28
Sekt ÍBV hefði verið fimm sinnum lægri fyrir ári ÍBV fékk vafalítið hæstu sekt í sögu KSÍ fyrir kynþáttaníðið í garð Farids Zato. 13. ágúst 2014 14:00
Eyjamenn biðja Farid afsökunar | Níðingurinn í heimaleikjabann ÍBV fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði. 13. ágúst 2014 12:46