Ekki útilokað að Margrét Lára verði með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2014 15:15 Margrét Lára hefur skorað flest mörk allra fyrir A-landslið kvenna í fótbolta. Vísir/Getty Ísland tekur á móti Danmörku í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvellinum 21. ágúst.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Dönum. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir eru ekki í hópnum vegna meiðsla og þá verður Mist Edvarsdóttir ekki með sökum veikinda. Tveir nýliðar eru í hópnum; Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks.Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, eignaðist nýverið sitt fyrsta barn og er, eins og staðan er nú, ekki samningsbundin neinu liði. Þrátt fyrir það segir Freyr ekki loku fyrir það skotið að Margrét verði með í undankeppninni. „Það eru bara sjö vikur síðan hún átti barnið og hún er í fínu standi og hugsar vel um sig,“ sagði Freyr í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „En hún er ekki byrjuð æfa né spila með neinu félagsliði, þannig að það er mjög ólíklegt að hún verði með í leikjunum í september,“ bætti Freyr við, en Ísland mætir Ísrael og Serbíu 13. og 17. september á Laugardalsvelli í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppninni. Komist Ísland í umspil er ekki útilokað að Margrét verði með í þeim leikjum. „Mögulega, ef við komumst í umspil, á hún möguleika á því að komast í hópinn ef hún er byrjuð að spila. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að lokum. Margrét Lára var síðast á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð, en tímabilið 2013 var hún í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Tveir nýliðar í hópnum gegn Dönum Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sonny Lára Þráinsdóttir í hópnum hjá Frey Alexanderssyni. 13. ágúst 2014 13:36 Margrét Lára eignaðist dreng Barnalán hjá Margréti Láru og Einari Erni. 21. júní 2014 08:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Ísland tekur á móti Danmörku í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvellinum 21. ágúst.Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í dag hópinn fyrir leikinn gegn Dönum. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir eru ekki í hópnum vegna meiðsla og þá verður Mist Edvarsdóttir ekki með sökum veikinda. Tveir nýliðar eru í hópnum; Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA og Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks.Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, eignaðist nýverið sitt fyrsta barn og er, eins og staðan er nú, ekki samningsbundin neinu liði. Þrátt fyrir það segir Freyr ekki loku fyrir það skotið að Margrét verði með í undankeppninni. „Það eru bara sjö vikur síðan hún átti barnið og hún er í fínu standi og hugsar vel um sig,“ sagði Freyr í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „En hún er ekki byrjuð æfa né spila með neinu félagsliði, þannig að það er mjög ólíklegt að hún verði með í leikjunum í september,“ bætti Freyr við, en Ísland mætir Ísrael og Serbíu 13. og 17. september á Laugardalsvelli í tveimur síðustu leikjum sínum í undankeppninni. Komist Ísland í umspil er ekki útilokað að Margrét verði með í þeim leikjum. „Mögulega, ef við komumst í umspil, á hún möguleika á því að komast í hópinn ef hún er byrjuð að spila. Tíminn verður að leiða það í ljós,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, að lokum. Margrét Lára var síðast á mála hjá Kristianstad í Svíþjóð, en tímabilið 2013 var hún í 3.-4. sæti yfir markahæstu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Tveir nýliðar í hópnum gegn Dönum Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sonny Lára Þráinsdóttir í hópnum hjá Frey Alexanderssyni. 13. ágúst 2014 13:36 Margrét Lára eignaðist dreng Barnalán hjá Margréti Láru og Einari Erni. 21. júní 2014 08:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Tveir nýliðar í hópnum gegn Dönum Arna Sif Ásgrímsdóttir og Sonny Lára Þráinsdóttir í hópnum hjá Frey Alexanderssyni. 13. ágúst 2014 13:36