Nýr Lada Sport Finnur Thorlacius skrifar 14. ágúst 2014 09:32 Nýr Lada Sport. Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið. Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent
Lada Sport er einn af þeim bílum sem ekki hefur breyst að ráði um ómuna tíð. Nú stefnir þó í gagngera breytingu á þessum bíl sem var svo vinsæll hér á landi á árum áður. Hann er framleiddur í samvinnu við General Motors. Nú þegar er tilbúin frumgerð þessa bíls og verður hann sýndur almenningi á bílasýningu í Moskvu seinna í þessum mánuði. Fyrstu myndir, sem reyndar sýna ekki of mikið, eru komnar á kreik og þó má greina að bíllinn tekur gagngerum breytingum og sýnist loks færður inn í nútímann. Gefið hefur verið upp að hann muni standa á 16 tommu felgum og dekkin gróf til að takast á við krefjandi undirlag. Bíllinn verður vel varinn að neðan með hlífðarplötum, loftinntakið verður ofarlega, ljósin mörg og aflmikil og þakbogar. Semsagt bíll fyrir þá sem elska að fara ótroðnar slóðir. Lada Sport verður semsagt áfram trúr þeim sem kjósa að geta yfirgefið þéttbýlið.
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent