Íslenski boltinn

Ársmiðahafar bíða í röð eftir miðum á leikinn gegn Inter

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Páll Ásgrímur Jónsson, helsti stuðningsmaður Stjörnunnar, var vitaskuld fremstur í röðinni.
Páll Ásgrímur Jónsson, helsti stuðningsmaður Stjörnunnar, var vitaskuld fremstur í röðinni. mynd/ksí
Miðasala fyrir ársmiðahafa Stjörnunnar á leik liðsins í umspili Evrópudeildarinnar í knattspyrnu gegn ítalska stórliðinu Inter hófst klukkan 12.00.

Miðasalan fer fram á Laugardalsvelli, en röð myndaðist fyrir utan löngu áður en opnað var. Áhuginn eðlilega mikill enda um að ræða eitt helsta knattspyrnustórveldi álfunnar sem verður hér í heimsókn í næstu viku.

Stjörnumenn vonast eftir fjölmenni á völlinn, en ársmiðahafar á leiki liðsins fengu fyrstir að kaupa sér miða í dag.

Leikur Stjörnunnar og Inter fer fram á Laugardalsvellinum á miðvikudaginn klukkan 21.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×