Íslenski boltinn

Stjarnan ekki í vandræðum gegn FH | ÍA enn án sigurs

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stjörnuliðið hefur fengið að fagna nóg á þessu tímabili.
Stjörnuliðið hefur fengið að fagna nóg á þessu tímabili. Vísir/Valli
Stjarnan vann öruggan 6-0 sigur á FH á Samsung vellinum í kvöld og að vanda var Harpa Þorsteinsdóttir meðal markaskorara.

Stjarnan stefnir hraðbyri að öðrum Íslandsmeistaratitlinum í röð en eftir að hafa tapað í fyrstu umferð fyrir Breiðablik hefur liðið unnið tólf leiki í röð og er með átta stiga forskot á toppi Pepsi-deildarinnar.

Lára Kristín Pedersen og Sigrún Ella Einarsdóttir komu Stjörnukonum í 2-0 áður en Harpa bætti við þrennu á hálftíma. Írunn Þorbjörg Aradóttir bætti við sjötta marki Stjörnunnar um miðbik seinni hálfleiks en hvorugu liði tókst að bæta við eftir það.

Upp á Skaga nældi Selfoss í nauman 1-0 sigur á botnliði ÍA. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum í upphafi seinni hálfleiks. Með sigrinum skýst Selfoss aftur upp fyrir Fylki í töflunni.

Úrslit kvöldsins:

Stjarnan 6-0 FH

ÍA 0-1 Selfoss


Tengdar fréttir

Fylkir aftur á sigurbraut

Fylkir vann nokkuð náðugan 3-0 sigur á ÍBV í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti hjá Fylkisliðinu í síðustu þremur leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×