Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 18:57 Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira