Gísli gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi 16. ágúst 2014 19:28 Gísli Freyr Valdórsson hefur verið ákærður vegna meðferðar persónuupplýsinga um hælisleitenda. VÍSIR/STEFÁN Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gísli sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu og segist fullviss um að hann verði sýknaður af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hann segir rannsókn lögreglu hafa verið ítarlega. Lögreglan hafi rannsakað farsímanotkun hans á 10 mánaða tímabili auk þess að hafa fengið afhent ýmis persónuleg gögn, svo sem fjölskyldumyndir og heimilisbókhald. Hann segist ávallt hafa borið mikla virðingu fyrir störfum lögreglunnar í landinu og geri enn, þó hann telji að við rannsókn þessa tiltekna máls hafi lögreglan gengið fram af töluverðri hörku. Meðal annars hafi honum verið tjáð við yfirheyrslu að þetta mál "væri á oddinum" hjá lögreglu. Lögfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja ljóst að Gísli verði ákærður fyrir brot á annars vegar 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en þar kemur fram að hverjum starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins. Hins vegar fyrir brot á 136. gr. almennra hegningarlaga, en þar kemur fram að opinber starfsmaður sem segir frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skuli sæta fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, megi beita fangelsi allt að 3 árum. Ekki náðist í Gísla Frey við vinnslu fréttarinnar. Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið snýst um okkur Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni. 11. ágúst 2014 08:38 Tólf frá sjö löndum grófu upp Skugga Tólf manna hópur fornleifafræðinga frá sjö löndum hefur grafið upp torfhúsið Skugga í Hörgárdal. Rannsóknin er samstarf City University of New York og Fornleifastofnunar Íslands. Býlið er mjög ofarlega í dalnum sem þykir koma á óvart. 5. ágúst 2014 07:00 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Fagnar því að hreyfing komist á málið Lögfræðingur hælisleitandans sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra á að hafa brotið gegn segir lengi hafa verið beðið eftir ákvörðun ríkissaksóknara. 15. ágúst 2014 23:53 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum. Gísli sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir yfir sakleysi sínu og segist fullviss um að hann verði sýknaður af þeim sökum sem á hann eru bornar. Hann segir rannsókn lögreglu hafa verið ítarlega. Lögreglan hafi rannsakað farsímanotkun hans á 10 mánaða tímabili auk þess að hafa fengið afhent ýmis persónuleg gögn, svo sem fjölskyldumyndir og heimilisbókhald. Hann segist ávallt hafa borið mikla virðingu fyrir störfum lögreglunnar í landinu og geri enn, þó hann telji að við rannsókn þessa tiltekna máls hafi lögreglan gengið fram af töluverðri hörku. Meðal annars hafi honum verið tjáð við yfirheyrslu að þetta mál "væri á oddinum" hjá lögreglu. Lögfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja ljóst að Gísli verði ákærður fyrir brot á annars vegar 18. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins en þar kemur fram að hverjum starfsmanni sé skylt að gæta þagmælsku um atriði er hann fær vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirmanna eða eðli málsins. Hins vegar fyrir brot á 136. gr. almennra hegningarlaga, en þar kemur fram að opinber starfsmaður sem segir frá nokkru er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um í starfi sínu eða varðar embætti hans eða sýslan, skuli sæta fangelsi allt að einu ári. Hafi hann gert það til þess að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, eða noti hann slíka vitneskju í því skyni, megi beita fangelsi allt að 3 árum. Ekki náðist í Gísla Frey við vinnslu fréttarinnar.
Lekamálið Tengdar fréttir Lekamálið snýst um okkur Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni. 11. ágúst 2014 08:38 Tólf frá sjö löndum grófu upp Skugga Tólf manna hópur fornleifafræðinga frá sjö löndum hefur grafið upp torfhúsið Skugga í Hörgárdal. Rannsóknin er samstarf City University of New York og Fornleifastofnunar Íslands. Býlið er mjög ofarlega í dalnum sem þykir koma á óvart. 5. ágúst 2014 07:00 Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57 Fagnar því að hreyfing komist á málið Lögfræðingur hælisleitandans sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra á að hafa brotið gegn segir lengi hafa verið beðið eftir ákvörðun ríkissaksóknara. 15. ágúst 2014 23:53 Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14 Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32 Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Sjá meira
Lekamálið snýst um okkur Lekamálið snýst ekki um að undarlegt sé að sumir hælisleitendur séu með fölsuð skilríki eins og skilja má á Brynjari Níelssyni. 11. ágúst 2014 08:38
Tólf frá sjö löndum grófu upp Skugga Tólf manna hópur fornleifafræðinga frá sjö löndum hefur grafið upp torfhúsið Skugga í Hörgárdal. Rannsóknin er samstarf City University of New York og Fornleifastofnunar Íslands. Býlið er mjög ofarlega í dalnum sem þykir koma á óvart. 5. ágúst 2014 07:00
Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Innanríkisráðherra ítrekar að hún hafi enga vitneskju um að aðstoðarmaður sinn hafi lekið minnisblaði til fjölmiðla 16. ágúst 2014 18:57
Fagnar því að hreyfing komist á málið Lögfræðingur hælisleitandans sem aðstoðarmaður innanríkisráðherra á að hafa brotið gegn segir lengi hafa verið beðið eftir ákvörðun ríkissaksóknara. 15. ágúst 2014 23:53
Yfirlýsing frá Gísla Frey: Segist fullviss um að verða sýknaður "Svo virðist sem grundvallarafstaða ákæruvaldsins, sem felst í því að ekki sé gefin út ákæra nema yfirgnæfandi líkur séu á sakfellingu, sé að engu höfð,“ segir aðstoðarmaður innanríkisráðherra sem nú hefur verið vikið frá störfum. 15. ágúst 2014 20:14
Gísli Freyr ákærður: Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að íhuga bón innanríkisráðherra yfir helgina 15. ágúst 2014 19:32
Hanna Birna biðst undan skyldum sínum Innanríkisráðherra segir mikilvægt að friður skapist um "fjölmörg mikilvæg verkefni“ ráðuneytisins. 15. ágúst 2014 19:41