Erlent

Ebólasmitaður maður til Bandaríkjanna

Jakob Bjarnar skrifar
Óttast er að ebola sé að dreifa sér í borginni Monrovia í Líberíu.
Óttast er að ebola sé að dreifa sér í borginni Monrovia í Líberíu. ap
Sjúkrahús í Atlanta í Bandaríkjunum býr sig nú undir að taka á móti bandarískum hjálparstarfsmanni sem smitaðist af hinnum banvæna ebóla-vírusi í Vestur-Afríku.

Nafn starfsmannsins hefur ekki verið gefið upp en flogið verður með hann innan fárra daga til Bandaríkjanna þar sem hann fær læknisaðstoð og aðhlynningu á Emory University-sjúkrahúsinu.

Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en víða ríkir mikill ótti þess efnis að heimsfaraldur sé í uppsiglingu en síðan vírusinn kom upp í Afríku hafa 729 látist vegna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×