Hyundai kynnir "Juke“-keppinaut Finnur Thorlacius skrifar 1. ágúst 2014 09:35 Líkur Nissan Juke en þó allur kantaðri. Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent
Nissan hefur náð góðri sölu á litla jepplingnum sínum, Juke, sem er æði sérstakur í útliti. Virðist sá góði árangur hafa gert aðra framleiðendur öfundsjúka, að minnsta kosti Hyundai. Hér má sjá nýjustu afurð Hyundai og ekki verður annað sagt en að þessi bíll sé sláandi líkur Nissan Juke. Þessi bíll á ekki að leysa af hólmi Hyundai Tucson, heldur keppa um hylli kaupenda sem kjósa enn smærri jepplinga, líkt og Nissan Juke og Opel Mokka/Chevrolet Trax, en sá flokkur bíla hefur farið mjög vaxandi að undanförnu. Hvort þessi bíll sem sést hér að ofan verður endanleg útfærsla er ekki víst en bíllinn á að koma á markað árið 2017. Margt getur reyndar breyst á 3 árum.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent