„Selfie“ sjúkur hermaður gæti hafa sannað að rússneski herinn sé í Úkraínu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. ágúst 2014 11:02 Þessi sjálfsmynd gæti dregið dilk á eftir sér. Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin: MH17 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Rússneskur hermaður, sem er mikið fyrir að birta svokallaðar „selfies“, eða sjálfsmyndir, gæti hafa komið rússneskum yfirvöldum í vandræði og jafnvel skapað milliríkjadeilu. Hermaðurinn, sem heitir Alexander Sotkin og er tuttugu og fjögurra ára gamall, er duglegur að fylla Instagram-síðuna sína af myndum af sér að störfum sem hermaður. Þegar svokölluð Geotagging-tækni, sem byggir á GPS hnitum, er notuð kemur einnig fram hvar myndirnar sem hann birtir eru teknar. Og þegar það er skoðað nánar kemur í ljós að hann hefur birt myndir af sér á svæðum innan landamæra Úkraínu, á svæðum sem rússneski herinn segist ekki vera á.Þessa mynd tók Sotkin innan landamæra Úkraínu, ef marka má Geotagging-tæknina. Sotkin hefur birt nokkrar myndir af sér í austurhluta Úkraínu, en bækistöðvar hans eru á landamærum Rússlands og Úkraínu. Allan júlímánuð hafa reglulega birst myndir af honum hinum megin við landamærin. Síðasta myndin sem hann birti af sér kom á síðuna hans á mánudaginn, í Donetsk. Fyrr í mánuðinum birti hann myndir af sér í þorpinu Krasnyi Drekul, sem er á valdi uppreisnarmanna.Hér má sjá kort sem sýnir hvar myndirnar sem Sotkin hefur birt eru teknar.Ekki er vitað með vissu hvað Sotkin var að gera innan landamæra Úkraínu, en þann þriðja júlí birti hann mynd af sér þar sem hann virðist vera inni í herjeppa. Þann sjöunda júlí birti hann svo mynd af sér í Rússlandi og skrifaði við hana: „Ég skil ekki hvað við erum að gera hérna.“ Hann bætti við að væri að fylgjast með fréttaflutningi frá Úkraínu. Við aðra mynd montaði hann sig af því að vera að stýra BUK-eldflaugaskotpalli, sem er af sömu tegund og sá sem var notaður til að granda flugvél Malaysian Airlines þann 17. júlí. Í frétt Buzzfeed kemur fram að Sotkin segist vera fjarskiptasérfræðingur hjá rússneska hernum. Á vef Business Insider kemur fram að tölvuþrjótar gætu tæknilega hafa brotist inn á Instagram-síðu hans og haft áhrif á Geotagging tæknina í símanum hans. En það er samt sem áður talið mjög ólíklegt. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir sem birtust á Instagram-síðu Sotkin:
MH17 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira