Sport

Sól og blíða á Unglingalandsmóti

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/jón kristján
Veðrið leikur við gesti og keppendur á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið er á Sauðarkróki um helgina. Sól skín í heiði, logn og fimmtán stiga hiti. Um 1500 keppendur eru skráðir til leiks og áætlað er að um tíu þúsund gestir muni sækja mótið heim. Keppni hófst snemma í morgun og stendur yfir í allan dag. Mótið verður sett á íþróttavellinum í kvöld og hefst klukkan 20.

„Það var yndislegt að vakna í morgun í þessu dásamlega veðri. Þeir mótsgestir sem ég er mun hitta er afar sáttir og það rættist heldur betur úr veðrinu. Mér sýnist spáin ætli að vera okkur hagstæð alla helgina. Það er gaman að sjá allan þennan fjölda gesta í bæjarfélaginu og við erum glöð og ánægð að taka á móti þessu fólki. Við sjáum fram á góða og skemmtilega helgi og ætlum svo sannarlega að njóta hennar,“ sagði Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjörður.

vísir/jón kristján
vísir/jón kristján



Fleiri fréttir

Sjá meira


×