Mikið af bleikju í Steinsmýrarvötnum og birtingurinn mættur Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2014 12:41 Hörður Birgir Hafsteinsson með fallega bleikju sem hann veiddi um liðna helgi í Steinsmýrarvötnum Mynd: Ari Hermóður Jafetsson Steinsmýrarvötn virðast vera komin í gang á hárréttum tíma en holl sem var þar um liðna helgi gerði fína veiði. Veiðimenn sem veiddu Steinsmýrarvötnin liðna helgi veiddu vel af bleikju og náðu líka í nokkra sjóbirtinga en þetta er tíminn þar sem hann byrjar að ganga inná vatnasvæðið. Það var ekki mikil ástundun á bak við góðar veiðitölur sem segir meira til um magnið af fiski sem virðist vera til staðar á svæðinu. Bleikjurnar voru heilt yfir vænar og vel haldnar og sama mátti segja um sjobirtinginn en hlutfall hans eykst núna dag frá segi með auknum göngum. Það var heldur einsleitt agnið sem bleikjan vildi taka en Bleikur Dýrbítur virtist vera það sem bleikjan vildi helst og skal engan undra því flugan sú er mjög gjöful á bleikju við flestar aðstæður þá sérstaklega sjógengna. Nokkuð er laust af stöngum á næstunni þegar besti tíminn fer í gang en lausar stangir má finna á söluvef SVFR. Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Steinsmýrarvötn virðast vera komin í gang á hárréttum tíma en holl sem var þar um liðna helgi gerði fína veiði. Veiðimenn sem veiddu Steinsmýrarvötnin liðna helgi veiddu vel af bleikju og náðu líka í nokkra sjóbirtinga en þetta er tíminn þar sem hann byrjar að ganga inná vatnasvæðið. Það var ekki mikil ástundun á bak við góðar veiðitölur sem segir meira til um magnið af fiski sem virðist vera til staðar á svæðinu. Bleikjurnar voru heilt yfir vænar og vel haldnar og sama mátti segja um sjobirtinginn en hlutfall hans eykst núna dag frá segi með auknum göngum. Það var heldur einsleitt agnið sem bleikjan vildi taka en Bleikur Dýrbítur virtist vera það sem bleikjan vildi helst og skal engan undra því flugan sú er mjög gjöful á bleikju við flestar aðstæður þá sérstaklega sjógengna. Nokkuð er laust af stöngum á næstunni þegar besti tíminn fer í gang en lausar stangir má finna á söluvef SVFR.
Stangveiði Mest lesið Fengu 17 laxa á eina stöng í Elliðaánum Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hörgá að gefa flotta bleikjuveiði Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Laxasetur opnar á Blönduós Veiði Norðurá komin í 65 laxa Veiði Góð opnun Laxár í Kjós Veiði Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði