Björgunarmennirnir fundu þó eina konu á lífi í gær og tókst að ná henni úr rústunum eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði frá AP fréttaveitunni.
Skjálftinn er sagður hafa verið 6,1 stig að stærð og er talið að um 2.400 manns hafi slasast. Um tíu þúsund hermenn og hundruð sjálfboðaliða taka þátt í björgunaraðgerðunum.
Háttsettur hermaður á svæðinu segir þá enn vonast til að finna fólk á lífi. Aurskriður og miklar rigningar hafa þó gert leitina erfiða.
„Það er fjöldi af fólki sem við náum ef til vill aldrei úr rústunum, en það er ekki öll nótt úti enn.“
Það tók björgunarmenn um 6 klukkustundir að komast að hinni 88 ára gömlu Xiong Zhengfen úr rústunum, eftir að samband náðist við hana. Þá hafði hún verið föst í 50 klukkustundir og björgunarmenn settu sárabindi yfir augu hennar til að hlífa augunum frá birtunni.
Jarðskjálftar eru tíðir á svæðinu í Suður-Kína. Árið 1970 létust að minnsta 15 þúsund manns í jarðskjálfta í Yunnan héraði sem var 7,7 stig. Í september 2012 fórust nærri því 90 þúsund manns í jarðskjálftahrinu í Sichuan héraði.