Fox hætt við yfirtöku á Warner Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2014 15:31 Rupert Murdoch eigandi Fox. Vísir/AFP Fjölmiðlafyrirtækið 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch, hefur dregið 80 milljarða dala, um níu þúsund milljarða króna, yfirtökutilboð í Time Warner til baka. Á þeirri einni viku síðan tilboðið var gert hafði verð hlutabréfa í Warner hækkað um tuttugu prósent. Verð hlutabréfa Fox hafði aftur á móti lækkað um ellefu prósent. Í yfirlýsingu sem Murdoch gaf út í gær, segir hann að sameining fyrirtækjanna tveggja hafi verið einstakt tækifæri. Hann sagði Fox hafa hætt við tilboðið vegna þróunarinnar á hlutabréfamörkuðum og að forsvarsmenn Warner hafi ekki viljað setjast niður og ræða tilboðið. Á vef Forbes er sagt frá því að í stað yfirtökunnar muni Fox eyða sex milljörðum dollara í að kaupa hlutabréf fyrirtækisins. Warner birti í morgun ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins og var hagnaður þess framúr væntingum samkvæmt New York times. þrátt fyrir gott uppgjör hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði í kjölfar ákvörðunar Fox um að draga tilboðið til baka. New York Times segja afturköllun tilboðsins vera stærsta ósigur Rupert Murdoch, sem hingað til hafi nærri því alltaf fangað bráð sína. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjölmiðlafyrirtækið 21st Century Fox, sem er í eigu Rupert Murdoch, hefur dregið 80 milljarða dala, um níu þúsund milljarða króna, yfirtökutilboð í Time Warner til baka. Á þeirri einni viku síðan tilboðið var gert hafði verð hlutabréfa í Warner hækkað um tuttugu prósent. Verð hlutabréfa Fox hafði aftur á móti lækkað um ellefu prósent. Í yfirlýsingu sem Murdoch gaf út í gær, segir hann að sameining fyrirtækjanna tveggja hafi verið einstakt tækifæri. Hann sagði Fox hafa hætt við tilboðið vegna þróunarinnar á hlutabréfamörkuðum og að forsvarsmenn Warner hafi ekki viljað setjast niður og ræða tilboðið. Á vef Forbes er sagt frá því að í stað yfirtökunnar muni Fox eyða sex milljörðum dollara í að kaupa hlutabréf fyrirtækisins. Warner birti í morgun ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins og var hagnaður þess framúr væntingum samkvæmt New York times. þrátt fyrir gott uppgjör hafa hlutabréf í fyrirtækinu lækkað í verði í kjölfar ákvörðunar Fox um að draga tilboðið til baka. New York Times segja afturköllun tilboðsins vera stærsta ósigur Rupert Murdoch, sem hingað til hafi nærri því alltaf fangað bráð sína.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira