Mazda slær við eigin markmiðum í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 16:15 Mazda CX-5 jepplingurinn er söluhæstur Mazda bíla í Evrópu. Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent