Mazda slær við eigin markmiðum í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2014 16:15 Mazda CX-5 jepplingurinn er söluhæstur Mazda bíla í Evrópu. Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar. Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent
Þegar Mazda hefur gert upp söluárangur sinn í Evrópu fyrir fyrstu 5 mánuði ársins kemur í ljós 24% aukning frá fyrra ári. Markmið Mazda var hinsvegar að ná 7% söluaukningu og hefur Mazda því meira en þrefaldað eigin markmið. Þrátt fyrir þessa miklu söluaukningu náði Mazda 18% aukningu á síðasta ári og því má segja að Mazda sé á miklu flugi í álfunni. Markmiðið var að selja 170.000 bíla í Evrópu í ár. Það eru helst bílgerðirnar Mazda3 og jepplingurinn Mazda CX-5 sem eiga heiðurinn af þessum góða árangri, en Mazda6 selst einnig vel, þrátt fyrir að Mazda óski þess að sá bíll seldist enn betur. Mazda var með 1,2% markaðshlutdeild í Evrópu í fyrra en 1,4% á þessum fyrstu 5 mánuðum í ár. Söluhæsti bíll Mazda er CX-5 jepplingurinn með 25.444 selda bíla og 38% aukningu. Mazda3 seldist í 20.251 eintökum á sama tíma og 14.691 Mazda6 bílar.
Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent