Fótbolti

Alfreð: Verðum að bera virðingu fyrir Aberdeen | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty
„Þú vilt alltaf ná að bæta við mörkum, við fengum fullt af færum í fyrri leiknum og náðum 2-0 sigri,“ sagði Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad á blaðamannafundi fyrir seinni leik liðsins gegn Aberdeen í undankeppni Evrópudeildarinnar.

„Við höfðum yfirhöndina í leiknum og náðum að setja tvö mörk og halda hreinu sem var mjög mikilvægt. Ef við náum að skora mark hér þurfa þeir að skora fjögur mörk.“

Alfreð gerði lítið úr þeim hugmyndum að einvígið væri unnið.

„Við erum ekki komnir hingað með þá hugmynd að einvígið sé búið. Seinni hálfleikur er eftir og við verðum að bera virðingu fyrir Aberdeen. Það er enn nóg eftir af þessu einvígi og Við þurfum að vera einbeittir og koma af fullum krafti inn í þennan leik til þess að sigra,“ sagði Alfreð.

Myndband frá blaðamannafundinum má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×