Innlent

Aníta komin í tíunda sæti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aníta á hesti.
Aníta á hesti. Mynd/Facebook-síða Anítu
Reiðkonan Aníta Margrét Aradóttir er í tíunda sæti sem stendur á þriðja degi Mongol Derby kappreiðanna í Mongólíu. Aníta fór 100 kílómetra á annarri dagleið í gær og gengur vel.

Aníta er fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í kappreiðunum sem eru að margra mati þær erfiðustu í heimi. Heildarvegalengdin er 1000 kílómetrar.

Keppendur ríða mongólskum villihestum sem eru lítið sem ekkert tamdir en skipt verður um hest á 40 km fresti svo að hestarnir þreytist ekki. Aníta mun styrkja barnaspítalasjóð Hringsins í reiðinni í Mongólíu sem og góðgerðarfélagið Cool Earth sem vinnur að verndun regnskóga Amazon.

Hægt er að fylgjast með gengi Anítu Margrétar hér og einnig á Fésbókarsíðu hennar.

Aníta hefur stundað hestamennsku frá unga aldri og hvetur fólk til að heita á sig með fjárframlögum til styrktar Barnaspítalasjóð Hringsins (515-04-253774) og Cool Earth (515-04-253778). Sama kennitala fylgir báðum reikningum (200282-3619).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×