Íslenski boltinn

Stjarnan mætir Inter

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Stemningin á San Siro er oft engu lík.
Stemningin á San Siro er oft engu lík. vísir/getty
Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en þetta varð ljóst eftir að dregið var í hádeginu í dag.

Þrátt fyrir að vera á sínu fyrsta ári í Evrópukeppni hafa Stjörnumenn komið mörgum á óvart og eru komnir í fjórðu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Takist Stjörnunni að sigra Inter kemst liðið fyrst allra íslenskra liða í riðlakeppni í Evrópukeppni.

Aðeins fjögur ár eru síðan Inter vann Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho en liðið hefur átján sinnum unnið ítölsku úrvalsdeildina.

Stjarnan komst nokkuð auðveldlega í gegn um fyrsta mótherjann, Bangor City frá Wales, en Garðbæingar sigruðu báða leikina örugglega 4-0. Næsti mótherji, Motherwell, reyndist Garðbæingum töluvert erfiðari en glæsilegt sigurmark Atla Jóhannssonar tryggði Stjörnunni sæti í þriðju umferð.

Í þriðju umferð mætti Stjarnan pólska stórveldinu Lech Poznan og komst áfram í fjórðu umferð eftir frábært markalaust jafntefli í gær en Stjarnan sigraði heimaleikinn 1-0.

Alfreð Finnbogason og félagar í Real Sociedad mæta Ragnari Sigurðssyni og félögum í Krasnodar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×