Act Alone betri en nokkru sinni fyrr Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. ágúst 2014 14:13 Elfar Logi Ágúst G. Atlason Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan. Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Einleikjahátíðin Act Alone er nú í fullum gangi á Suðureyri við Súgandafjörð. Fjöldi fólks leggur leið sína vestur á firði til þess að vera viðstatt og taka þátt í hátíðinni, en dagskráin í dag er þéttskipuð, og hefur verið síðan hátíðin hófst á miðvikudaginn. Meðal þeirra sem hafa lagt leið sína á Act Alone eru Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og eiginmaður hennar, leikarinn Arnar Jónsson. Þá er Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir á Suðureyri, ásamt eiginmanni sínum Agli Ólafssyni. Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Bjartrar Framtíðar er einnig á Suðureyri í fylgd unnusta síns, Guðmundi Kristjáni Jónssyni. Egill ÓlafssonÁgúst G. Atlason Leikhúsgagnrýnandinn Jón Viðar er viðstaddur, en hann er jafnframt í sjórn hátíðarinnar sem er skipulögð af Elfari Loga Hannessyni, sem segir hátíðina ganga vonum framar. Þá er Kolbrún Halldórsdóttir með myndlistarsýningu Eddu Heiðrúnar Backman, Eirikur Örn Norðdahl les ljóð i Þurrkverinu í kvöld og svo mætti lengi telja. Í gærkvöldi lék Egill Ólafsson, Stuðmaður, á als oddi. Hann söng lög úr söngleiknum Gretti auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir og tók nokkur Bítlalög við mikinn fögnuð viðstaddra. Úr Scape of GraceÁgúst G. AtlasonSaga Sigurðardóttir, dansari, stal svo senunni í félagsheimilinu með verkinu Scape of Grace. Saga er einn áhugaverðasti dansari og danshöfundur landsins og gaf hvergi eftir í flutningi sínum í þetta sinn. Saga er einnig meðlimur sviðslistahópsins 16 elskenda sem leggur nú drög að nýju verki sem ber titilinn Persónur og leikendur og verður án efa spennandi að sjá. Í dag skemmtir Sirkus Íslands um allt þorp, auk þess sem Villi Naglbítur heldur vísindanámskeið fyrir þá yngstu.Anna RichardsdóttirVísir/Ólöf SkaftadóttirÞá sýndi gjörningalistakonan Anna Richardsdóttir verkið Þrifagjörning snemma í dag.Hjörtur Jóhann JónssonMYND/Úr einkasafniLeikritið Grande, með Hirti Jóhanni Jónssyni, leikara, eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson verður svo sýnt í félagsheimilinu klukkan fimm í dag. "Ég lék fyrst í Grande árið 2011, en verkefnið var útskriftarverkefni Tyrfings úr Fræði og Framkvæmd í Listaháskólanum. Síðan höfum við breytt því og lagað það til, enda höfum við sýnt það víða. Mér þykir mjög vænt um verkið og hlutverkið, en ég leik miðaldra hommahækju í Hlíðunum sem pínir son sinn til að búa til með sér skemmtiatriði fyrir fimmtugsafmæli sem henni er ekki einu sinni boðið í," segir Hjörtur Jóhann og hlær. Þá bíða áhorfendur í ofvæni eftir Sveinsstykki Þorvaldar Þorsteinssonar, sem Arnar Jónsson leikur, sem sýnt verður í félagsheimilinu klukkan 8. Leikritið Múrsteinn með Benedikt Gröndal verður svo sýnt í Þurrkverinu klukkan 10. Myndband af gærdeginum á hátíðinni má sjá hér að neðan.
Menning Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp