Elías Már: Fæ mér stundum plokkfisk fyrir leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júlí 2014 13:30 Elías Már á fullri ferð gegn Fram í átta liða úrslitum bikarsins. vísir/daníel „Maður er orðinn vel spenntur fyrir leiknum í kvöld,“ segir Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, en Keflvíkingar mæta Víkingi í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Nettó-vellinum í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Mér sýnist allir í bænum vera orðnir mjög spenntir fyrir þessu. Það er gaman að komast í undanúrslit bikars og fá að spila hann á heimavelli,“ segir Elías Már, en 17 ár eru síðast undanúrslitaleikur í bikar fór síðast fram í Keflavík. Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2006, en það lagði þá Víking í undanúrslitum á Laugardalsvelli, 4-0. Elías Már var á vellinum þá og ætlar að reyna að sjá til þess að úrslitin falli aftur með hans mönnum. „Það er ekkert annað í boði,“ segir Elías Már, en Keflavík tapaði fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni á dögunum, 3-1. Hvað þurfa þeir að gera betur í kvöld? „Við vorum svolítið opnir inni á miðjunni. Þetta var slakur leikur hjá okkur og við ætlum að bæta úr því. Við erum búnir að fara yfir taktíkina og leggja upp leikinn. Við erum spenntir og ætlum að vinna þennan leik.“ Nánast allir leikmenn hafa ákveðna rútínu á leikdegi og Elías Már er ekki frábrugðin öðrum. Hvað gera 19 ára framherjar fyrir stærsta leik ferilsins? „Yfirleitt vakna ég sem fyrst á leikdegi. Ég fæ mér göngutúr, kaffibolla og horfi aðeins á sjónvarpið. Svo fæ ég mér eitthvað gott að borða - stundum plokkfisk, eða bara eitthvað sem mamma er með í boði,“ segir Elías Már Ómarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00 Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
„Maður er orðinn vel spenntur fyrir leiknum í kvöld,“ segir Elías Már Ómarsson, leikmaður Keflavíkur, en Keflvíkingar mæta Víkingi í undanúrslitum Borgunarbikarsins á Nettó-vellinum í kvöld.Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Mér sýnist allir í bænum vera orðnir mjög spenntir fyrir þessu. Það er gaman að komast í undanúrslit bikars og fá að spila hann á heimavelli,“ segir Elías Már, en 17 ár eru síðast undanúrslitaleikur í bikar fór síðast fram í Keflavík. Keflavík varð síðast bikarmeistari árið 2006, en það lagði þá Víking í undanúrslitum á Laugardalsvelli, 4-0. Elías Már var á vellinum þá og ætlar að reyna að sjá til þess að úrslitin falli aftur með hans mönnum. „Það er ekkert annað í boði,“ segir Elías Már, en Keflavík tapaði fyrir Víkingi í Pepsi-deildinni á dögunum, 3-1. Hvað þurfa þeir að gera betur í kvöld? „Við vorum svolítið opnir inni á miðjunni. Þetta var slakur leikur hjá okkur og við ætlum að bæta úr því. Við erum búnir að fara yfir taktíkina og leggja upp leikinn. Við erum spenntir og ætlum að vinna þennan leik.“ Nánast allir leikmenn hafa ákveðna rútínu á leikdegi og Elías Már er ekki frábrugðin öðrum. Hvað gera 19 ára framherjar fyrir stærsta leik ferilsins? „Yfirleitt vakna ég sem fyrst á leikdegi. Ég fæ mér göngutúr, kaffibolla og horfi aðeins á sjónvarpið. Svo fæ ég mér eitthvað gott að borða - stundum plokkfisk, eða bara eitthvað sem mamma er með í boði,“ segir Elías Már Ómarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00 Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30 Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. Utd | Risaleikur í bikarnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Fáum undanúrslitaleik á heimavelli í fyrsta sinn í 17 ár Í fyrsta sinn síðan 1997 fer fram undanúrslitaleikur í bikarkeppni karla í Keflavík þegar heimamenn taka á móti Víkingum í Borgunarbikarnum í kvöld. Liðin mættust á sama stigi fyrir átta árum en þá unnu Keflvíkingar öruggan sigur og urðu að lokum bikarmeistarar. 30. júlí 2014 06:00
Keflavík burstaði Víking í sama leik fyrir átta árum | Myndband Sjáðu mörkin úr leik Keflavíkur og Víkings í undanúrslitum bikarkeppninnar árið 2006, en sömu lið mætast í kvöld. 30. júlí 2014 11:30