Innlent

Mest um ferðamenn á þriðjudögum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/valli
Ferðamönnum hefur fjölgað töluvert á Jökulsárlóni undanfarin ár að sögn Einars Bjarnar Einarssonar, framkvæmdastjóra Jökulsárlóns. Aukningin nemur tíu prósentum það sem af er ári, borið saman við síðasta ár. Þá hefur ferðamönnum fjölgað um sautján prósent í júní mánuði, miðað við árið 2013. Einar Björn segir flesta ferðamenn koma á þriðjudögum og fæsta um helgar.

„Þetta er samt mjög dagaskipt. Til dæmis koma flestir á þriðjudögum. Ég hef grun um að það tengist fluginu,“ segir Einar. Hann segir að mynstrið haldist alltaf og því sé hægt að spá fyrir um hvað næsti dagur ber í skauti sér. 

vísir/kolbeinn tumi
Bílastæði við Jökulsárlón eru öll sneisafull,  hvort sem það er af rútum, reiðhjólum eða annars konar farartækjum. Nóg er um að vera í veitingaskálanum og bátsferðirnar sem þar er boðið uppá eru gríðarlega vinsælar.

„Ég hef tekið eftir því að rútum og bílaleigubílum hefur fjölgað mjög mikið. En það er svona mest í maí og júní á jaðartímunum, en minnkar í júlí og ágúst. Það er þó ansi lítið af ferðamönnum um helgar,“ segir Einar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×