Bugatti á 400 á sveitavegi Finnur Thorlacius skrifar 30. júlí 2014 15:15 Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt. Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent
Bugatti Veyron er svo sem ekki glæný framleiðsla en hann er eftir sem áður algert tækniundur sem slegið hefur nokkur hraðametin. Í Idaho í Bandaríkjunum fannst heimamönnum góð hugmynd að loka einum góðum sveitavegi og leyfa nokkrum ofurbílum að sletta úr klaufunum fyrir framan glaða áhorfendur. Þessi svaðalega útgáfa, Bugatti Veyron Super Sport með sín 1.200 hestöfl úr 16 strokka vél, gerði sér lítið fyrir og náði 396,5 kílómetra hraða á þessum vel lagða og þráðbeina vegi. Þegar bíllinn fer framhjá áhorfendum á þessum ótrúlega hraða er eins og framhjá fari þota af hljóðinu að dæma. Úr verður mögnuð sjón og það eykur á ánægjuna að stilla hljóðið hátt.
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Innlent