Grimmdarverkin halda áfram Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. júlí 2014 12:00 vísir/ap Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan. Gasa Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Bardagar á milli Ísraelshers og Hamas héldu áfram í nótt og telja má víst að tala þeirra sem féllu í gær eigi eftir að hækka. Hamas fer halloka í átökunum og ætlar Ísraelsher nú að fjölga hermönnum sínum um sextán þúsund. Þá verða í heildina 86 þúsund hermenn í herliði Ísraels. Hið grimmilega stríð sem geisar á milli hinna stríðandi fylkinga á Gasa heldur enn áfram og er þetta með mestu blóðsúthellingum á Mið-Austurlöndum í áraraðir. Um hundrað manns, stærstur hluti óbreyttir borgarar, féllu í átökunum í gær, þrátt fyrir fjögurra klukkustunda vopnahlé. Þá heldu loftárásir Ísraelshers áfram í morgun og létust að minnsta kosti sjö. Grimmdarverk hafa verið framin á báða bóga en fer Hamas halloka í bardögunum. Hryðjuverkunum er miskunnarlaust beitt gegn óbreyttum borgurum og er sprengjum varpað nær daglega á sjúkrahús, skóla og aðra fjölfarna staði. Þá hefur Ísraelsher lagt heilu þorpin í rúst þar sem talið er að skæruliðar eigi skjól en í kjölfarið hafa hundruð óbreyttra borgara fallið.Herða sókn á Gasa Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að halda áfram að herða sókn sína á Gasa gegn palestínskum skæruliðum og ætla að beina skotum sínum að skotpöllum auk þess að eyðileggja neðanjarðargöng undir landamærum Gasa. Herafli Ísraelshers er gríðarlega stór og eru hermenn nú orðnir 86 þúsund talsins. Greint er frá því í ísraelskum fjölmiðlum í dag að hernaðaraðgerðir á Gasa hafi kostað ríkissjóð Ísraels að jafnvirði 197 milljarða íslenskra króna.Lýsa Ísrael sem hryðjuverkaríki Bandaríkjaforseti, Frakklandsforseti, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og fleiri leiðtogar hafa hafa fordæmt árásirnar en lýsti ríkisstjórn Kanada yfir stuðningi sínum við Ísrael í gær. Þá hafa þrjú ríki í Suður-Ameríku kallað sendiherra sína heim frá Ísrael í mótmælaskyni við hernaðaraðgerðir á Gasasvæðinu. Aðgerð Ísraelshers, Operation Protective Edge, hófst fyrir tuttugu og fjórum dögum síðan. Síðan þá hafa 1.360 Palestínumenn fallið, bróðurpartur þeirra óbreyttir borgarar. Þá hafa 58 Ísraelsmenn fallið, tveir þeirra óbreyttir borgarar. Yfir sjö þúsund eru særðir og 200.000 eru á vergangi. 200.000 til viðbótar hafa leitað skjóls hjá Sameinuðu þjóðunum.Brotnaði niður Starfsmaður Sameinuðu þjóðanna, Christopher Gunness, brotnaði niður í viðtali við Al Jazeera í gær, eftir að sprengju var varpað á skólabyggingu þar sem fjöldinn allur af flóttamönnum hafði leitað skjóls. Fimmtán létust og tugir særðust í kjölfar sprengingarinnar. Gunness hefur upplifað árásirnar af eigin raun og er sorgin í augum hans átakanleg. Viðtalið við Gunness má sjá hér að neðan.
Gasa Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira