Ferðalög til Bandaríkjanna í uppnámi vegna bilunar í tölvukerfi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 15:22 Mörg ferðalög eru í uppnámi vegna tölvubilunarinnar. Vísir/Getty Bilun í tölvukerfi innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum hefur haft áhrif á mikinn fjölda ferðalanga sem eru á leið til landsins. Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum tóku fyrst eftir biluninni þann 19. júlí og lá tölvukerfi, sem notað er í að vinna úr gögnum þeirra sem eru á leið til landsins, niðri í fjóra daga. Enn hefur ekki tekist að laga kerfið að fullu og telja erlendir fjölmiðlar að þetta geti haft áhrif á milljónir manns sem hafi ætlað sér að ferðast til Bandaríkjanna. Jontahan Ginsburg, lögfræðingur sem sérhæfir sig í inflytjendamálum og vegabréfsáritunum fyrir ferðalanga, sagði í samtali við Wall Street Journal í gær að þetta sé umfangsmesta bilun sögunnar í þessum málaflokki. „Ef kerfið hefði legið niðri í einn dag hefði það skapað mikil vandræði. En það lá niðri í fjóra daga. Þetta hægir ótrúlega á öllu," segir hann og bendir á að mikil vinna fari fram daglega, þegar allt er í eðlilegu ástandi. Því verði það mikið verk að greiða úr þeirri flækju sem nú hefur skapast. Ginsburg sagði frá því að viðskiptavinir hans frá Asíu og Evrópu biðu eftir því að greitt yrði úr flækjunni. Í gær sendi innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að ekki væri talið að tölvuþrjótar hafi átt hlut að máli. Talið er að bilunin hafi komið til vegna þess að vélbúnaður tölvukerfisins hafi ekki ráðið við nýja hugbúnaðaruppfærslu. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að bilunin bitni ekki á ríkisborgurum tiltekinna landa, eins og einhverjir töldu í fyrstu. Fjölmiðlar í fjölmörgum löndum hafa sagt frá fólki víðsvegar um heiminn sem kemst ekki til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem bíða enn eftir að komast inn í landið eru Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München og fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Rafael Ramirez, erindreki ríkisstjórnar Venesúela. Ramirez átti að eiga fund með fjármagnseigendum í gær. Tilefni fundarins var lánveiting til Venesúela, en mikill gjaldeyrisskortur er í landinu. Einnig hafa margir Indverjar sem voru á leið í starfsviðtöl í hátæknigeiranum þurft frá að hverfa vegna bilunarinnar. Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Bilun í tölvukerfi innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum hefur haft áhrif á mikinn fjölda ferðalanga sem eru á leið til landsins. Starfsmenn innanríkisráðuneytisins í Bandaríkjunum tóku fyrst eftir biluninni þann 19. júlí og lá tölvukerfi, sem notað er í að vinna úr gögnum þeirra sem eru á leið til landsins, niðri í fjóra daga. Enn hefur ekki tekist að laga kerfið að fullu og telja erlendir fjölmiðlar að þetta geti haft áhrif á milljónir manns sem hafi ætlað sér að ferðast til Bandaríkjanna. Jontahan Ginsburg, lögfræðingur sem sérhæfir sig í inflytjendamálum og vegabréfsáritunum fyrir ferðalanga, sagði í samtali við Wall Street Journal í gær að þetta sé umfangsmesta bilun sögunnar í þessum málaflokki. „Ef kerfið hefði legið niðri í einn dag hefði það skapað mikil vandræði. En það lá niðri í fjóra daga. Þetta hægir ótrúlega á öllu," segir hann og bendir á að mikil vinna fari fram daglega, þegar allt er í eðlilegu ástandi. Því verði það mikið verk að greiða úr þeirri flækju sem nú hefur skapast. Ginsburg sagði frá því að viðskiptavinir hans frá Asíu og Evrópu biðu eftir því að greitt yrði úr flækjunni. Í gær sendi innanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að ekki væri talið að tölvuþrjótar hafi átt hlut að máli. Talið er að bilunin hafi komið til vegna þess að vélbúnaður tölvukerfisins hafi ekki ráðið við nýja hugbúnaðaruppfærslu. Einnig kom fram í yfirlýsingunni að bilunin bitni ekki á ríkisborgurum tiltekinna landa, eins og einhverjir töldu í fyrstu. Fjölmiðlar í fjölmörgum löndum hafa sagt frá fólki víðsvegar um heiminn sem kemst ekki til Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem bíða enn eftir að komast inn í landið eru Karl-Heinz Rummenigge, forseti Bayern München og fyrrum landsliðsmaður Vestur-Þýskalands og Rafael Ramirez, erindreki ríkisstjórnar Venesúela. Ramirez átti að eiga fund með fjármagnseigendum í gær. Tilefni fundarins var lánveiting til Venesúela, en mikill gjaldeyrisskortur er í landinu. Einnig hafa margir Indverjar sem voru á leið í starfsviðtöl í hátæknigeiranum þurft frá að hverfa vegna bilunarinnar.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira