Íslenski boltinn

Harpa og Ragna Lóa bestar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úrvalslið fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna.
Úrvalslið fyrri hluta Pepsi-deildar kvenna. KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í dag valin besti leikmaður fyrri hluta tímabilsins í Pepsi-deild kvenna.

Þetta var tilkynnt í dag en Stjarnan trónir á toppi deildarinnar með 24 stig og er Harpa markahæsti leikmaður deildarinnar með sextán mörk.

Ragna Lóa Stefánsdóttir, þjálfari Fylkis, var valin besti þjálfarinn en Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með sautján stig og hefur aðeins fengið á sig fimm mörk í allt sumar, fæst allra liða.

Bríet Bragadóttir fékk verðlaun sem besti dómarinn og Selfyssingar áttu bestu stuðningsmennina í fyrri hluta mótsins.

Úrvalsliðið er þannig skipað:

Markvörður:

Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn:

Glódís Perla Viggósdóttir, Stjörnunni

Lovísa Sólveig Erlingsdóttir, Fylki

Carys Hawkins, Fylki

Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA

Miðjumenn:

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi

Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Hildur Antonsdóttir, Val

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjörnunni

Sóknarmenn:

Celeste Boureille, Selfossi

Harpa Þorsteinsdóttir, Stjörnunn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×