Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 13:10 Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. vísir/afp Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra. MH17 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra.
MH17 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira