Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 13:10 Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. vísir/afp Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra. MH17 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra.
MH17 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent