Utanríkisráðherrar ESB-ríkja ræða um viðbrögð við MH17 Atli Ísleifsson skrifar 22. júlí 2014 11:10 Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman í Brussel í morgun til að ræða hvort beita skuli Rússum hertari viðskiptaþvingunum. Vísir/AFP Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í morgun til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn. Í frétt EU Observer segir að grunur leiki á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa hafi við verknaðinn notast við eldflaugakerfi sem Rússar útveguðu þeim. Þá hafi aðskilnaðarsinnar hamlað rannsóknarmönnum aðgengi að flaki vélarinnar sem er á landi sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Hollensk og bresk stjórnvöld hafa þrýst á að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum verði hertar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ESB myndi setja „virktavini og ólígarka“ nána Vladimír Pútín Rússlandsforseta á svartan lista sem lið í nýjum viðskiptaþvingunum á hendur Rússum. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði möguleika á að öllum efnahagslegum og pólitískum ráðstöfunum yrði beitt, veittu aðskilnaðarsinnar alþjóðlegum rannsóknarmönnum ekki aðgang að líkum farþega vélarinnar. EU Observer segir að þó sé möguleiki að aðskilnaðarsinnar hafi gert nægilega mikið til að forðast það að sambandið beiti Rússum víðtækum þvingunum, en aðskilnaðarsinnar hafa nú komið flugritum vélarinnar í hendur malasískra yfirvalda og veitt hollenskum rannsóknarmönnum aðgang að líkum og flaki vélarinnar. Búist er við að ESB samþykki að flýta viðskiptaþvingunum gegn rússneskum einstaklingum og jafnvel fyrirtækjum, en samkomulag náðist um slíkt á öðrum fundi sem fram fór áður en vélin var skotin niður. Þá er reiknað með að viðræður muni að miklu leyti snúast um hve nærri Pútín og nánustu samstarfsmönnum hans viðskiptaþvingununum skuli beitt. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á aðildarríki ESB að herða viðskiptaþvinganir sínar gegn Rússum og þó að Bretar og Hollendingar tali fyrir hertari þingunum, eru Þjóðverjar og Frakkar meira hikandi í afstöðu sinni. Litháísk stjórnvöld hafa einnig verið hörð í afstöðu sinni gegn Rússum og segja veik viðbrögð ESB einungis munu auka á vandann. Linas Linkevicius utanríkisráðherra sagði atburðinn í austurhluta Úkraínu vera „hryðjuverk“ og að aðskilnaðarsinnar skuli flokkast sem „hryðjuverkamenn“. „Vegna veikrar afstöðu okkar erum við orðin hluti af vandamálinu, ekki lausninni,“ sagði Linkevicius. MH17 Tengdar fréttir Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar í morgun til að ræða viðbrögð ESB við árásinni á farþegaþotunni MH17 sem var skotin niður í austurhluta Úkraínu á fimmtudaginn. Í frétt EU Observer segir að grunur leiki á að aðskilnaðarsinnar á bandi Rússa hafi við verknaðinn notast við eldflaugakerfi sem Rússar útveguðu þeim. Þá hafi aðskilnaðarsinnar hamlað rannsóknarmönnum aðgengi að flaki vélarinnar sem er á landi sem aðskilnaðarsinnar ráða yfir. Hollensk og bresk stjórnvöld hafa þrýst á að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum verði hertar. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ESB myndi setja „virktavini og ólígarka“ nána Vladimír Pútín Rússlandsforseta á svartan lista sem lið í nýjum viðskiptaþvingunum á hendur Rússum. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, sagði möguleika á að öllum efnahagslegum og pólitískum ráðstöfunum yrði beitt, veittu aðskilnaðarsinnar alþjóðlegum rannsóknarmönnum ekki aðgang að líkum farþega vélarinnar. EU Observer segir að þó sé möguleiki að aðskilnaðarsinnar hafi gert nægilega mikið til að forðast það að sambandið beiti Rússum víðtækum þvingunum, en aðskilnaðarsinnar hafa nú komið flugritum vélarinnar í hendur malasískra yfirvalda og veitt hollenskum rannsóknarmönnum aðgang að líkum og flaki vélarinnar. Búist er við að ESB samþykki að flýta viðskiptaþvingunum gegn rússneskum einstaklingum og jafnvel fyrirtækjum, en samkomulag náðist um slíkt á öðrum fundi sem fram fór áður en vélin var skotin niður. Þá er reiknað með að viðræður muni að miklu leyti snúast um hve nærri Pútín og nánustu samstarfsmönnum hans viðskiptaþvingununum skuli beitt. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á aðildarríki ESB að herða viðskiptaþvinganir sínar gegn Rússum og þó að Bretar og Hollendingar tali fyrir hertari þingunum, eru Þjóðverjar og Frakkar meira hikandi í afstöðu sinni. Litháísk stjórnvöld hafa einnig verið hörð í afstöðu sinni gegn Rússum og segja veik viðbrögð ESB einungis munu auka á vandann. Linas Linkevicius utanríkisráðherra sagði atburðinn í austurhluta Úkraínu vera „hryðjuverk“ og að aðskilnaðarsinnar skuli flokkast sem „hryðjuverkamenn“. „Vegna veikrar afstöðu okkar erum við orðin hluti af vandamálinu, ekki lausninni,“ sagði Linkevicius.
MH17 Tengdar fréttir Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54 Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51 Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01 Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44 Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42 Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Flugritar MH17 afhentir malasískum sérfræðingum Uppreisnarmenn í austur Úkraínu hafa nú afhent flugrita vélarinnar MH17 til malasískra sérfræðinga. 22. júlí 2014 06:54
Hvernig virkar eldflaugakerfið sem skaut niður flug MH17? Sönnunargögnin hrannast upp um óbeina aðild Rússa að því þegar farþegaþota Malaysian Airlines var skotin niður yfir Úkraínu. Til er hljóðupptaka af samtali leiðtoga aðskilnaðarsinna og rússnesks embættismanns sem bendlar málið við Rússa. Þotan var skotin niður með tæknilega fullkomnu eldflugakerfi. 19. júlí 2014 20:51
Aðskilnaðarsinnar ganga rétt frá líkum Aðskilnaðarsinnar í Úkraínu fylgja eftirlitsmönnum ÖSE hvert fótmál um svæðið þar sem brak úr MH17 lenti. Starfsmaður ÖSE segist þó hvergi banginn. 22. júlí 2014 00:01
Lest með líkum farþega MH17 á leið til Kharkiv Lest með líkum þeirra farþega MH17 sem fundist hafa hefur yfirgefið staðinn í Torez þar sem hún hefur verið síðustu sólarhringa. 21. júlí 2014 16:44
Þjóðarsorg í Hollandi Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær. 18. júlí 2014 10:42
Harmleikurinn í Úkraínu Flugvélin var af gerðinni Boeing 777 á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hvarf af ratsjám. 298 týndu lífi. 18. júlí 2014 12:12