Erlent

Engin von um vopnahlé á næstunni

Atli Ísleifsson skrifar
Mannfall hefur verið gríðarlegt í Ísrael og Palestínu síðustu daga.
Mannfall hefur verið gríðarlegt í Ísrael og Palestínu síðustu daga. Vísir/AFP
Ísraelsher og Hamas-liðar hafa haldið árásum sínum áfram í dag og segja talsmenn Ísraelsstjórnar að ekki sé nein von um vopnahlé á næstunni.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í Egyptalandi til að styðja við bakið á friðarumleitunum egypskra stjórnvalda og vonast til að þær verði grunnurinn að samkomulagi um vopnahlé.

Í frétt Reuters segir að Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hafi flogið til Ísraels fyrr í dag til fundar við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og mun funda með forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar á morgun.

Rúmlega sex hundruð Palestínumenn og 29 Ísraelar hafa látið lífið í átökum síðustu tveggja vikna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×