Konum yfir fimmtugu mismunað á vinnumarkaði Jón Július Karlsson skrifar 22. júlí 2014 19:24 Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir atvinnulífið fara á mis við frábæra starfskrafta með því að ráða ekki konur yfir fimmtugu í vinnu. Langtímaatvinnuleysi á Íslandi er mest í þessum aldurshópi. Félagsmálaráðherra hyggur á lagabreytingar til að koma í veg fyrir aldursmismunun á vinnumarkaði.Fram kemur í Fréttablaðinu í gær að langtímaatvinnulausum hefur fjölgað um 10% á fyrstu sex mánuðum ársins. Langtímaatvinnuleysi fer úr 42 prósentum í janúar í 52 prósent í júní. Langtímaatvinnulausir eru þeir sem hafa verið án atvinnu í sex mánuði eða lengur. Mun fleiri konur en karlar glíma við langtímaatvinnuleysi er er ástandið verst hjá konum yfir fimmtugu. Um 500 konur yfir fimmtugt hafa verið atvinnulausar í sex mánuði eða lengur en karlar á sama aldursbili eru nokkuð færri eða um 400. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður félags kvenna í atvinnulífinu segir málið grafalvarlegt og að það sé sorglegt að konur á besta aldri fái ekki vinnu. „Við erum að kasta á glæ góðum mannafla. Konur á þessum aldri eru á besta aldri. Mikil orka, mikil vinnusemi, mikil samviskusemi og dugnaður og elja sem einkennir þennan aldurshóp - hvort sem það eru konur eða karlar. En mér finnst það afar sorglegt ef konur eru að fara verra út úr þessu en karlar. Burtséð frá kynjabreytunni þá finnst mér mjög mikilvægt að við höldum í þennan aldurshóp inni á vinnumarkaði.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu mála. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því að þetta sé einkenni á vinnumarkaðnum, ákveðin aldursmismunun á vinnumarkaði. Það hefur sýnt sig hjá hinum Evrópuþjóðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fólki er mismunað á vinnumarkaði fyrir utan kyn er aldur.“ Við því vill Eygló bregðast: „Við höfum verið að vinna að löggjöf í ráðuneytinu sem snýr að útvíkkun á jafnréttishugtakinu þar sem ætlunin er meðal annars að banna mismunun á grundvelli aldurs á vinnumarkaði.“ Staðan á vinnumarkaði sé þó að batna. „Það er að fjölga störfum, fyrst núna í einkageiranum og vonandi getum við farið að sjá viðsnúning hjá hinu opinbera þannig að þar fari líka að fjölga störfum,“ segir Eygló Harðardóttir.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira