Ódýrara að ferðast með einkaþotu en með lággjaldaflugfélögum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. júlí 2014 13:29 Hér má sjá einkaþotu sem var á Reykjavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Kannski hefur það bara verið ódýrt flug. Vísir/Valli Nú er hægt að spara með því að ferðast frekar með einkaþotu en að fljúga með lággjaldaflugfélögum. Fyrirtækið PrivateFly býður nú upp á ódýrari fargjöld en flugfélagið EasyJet, sem er þekkt fyrir sitt lága verðlag, á ákveðnum flugleiðum.Umfjöllun um þetta óvenjulega tilboð má finna í breska miðlinum Telepgraph. Þar kemur fram að hægt er að ferðast á milli London til frönsku borgarinnar Cannes fyrir 171 pund á manninn, sem gerir um 33 þúsund krónur. Að ferðast með EasyJet frá London til Nice kostar 183 pund eða um 36 þúsund krónur. Um 42 kílómetrar eru á milli Cannes og Nice og því spara þeir sem vilja fara til Cannes talsverðan pening með því að fljúga með einkaþotu. Verðið á flugfari með einkaþotum er því sambærilegt því sem flugfélög á almennum markaði bjóða. Hægt er að fljúga til Parísar frá London á sama verði með einkaþotu og ódýrustu miðarnir með British Airways kosta, sömu leið. Adam Twidell, forstjóri PrivateFly, segir að fyrirtækið bjóði upp á sérstök tilboð á ákveðnum flugleiðum með stuttum fyrirvara. Þegar fyrirtækið fær spurnir af því að einkaþotur þurfi að ferðast tómar á milli borga (sem á ensku er kallað „empty leg“), býður það viðskiptavinum sínum að kaupa ódýrt far með vélinni. Verð fargjaldsins fer eftir því hvernig flugvél er flogið með, en viðskiptavinir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hversu margir ferðast með vélinni. Hægt er að kaupa stakan miða í einkaþotuna. Tidwell viðurkennir að PrivateFly geti ekki alltaf tryggt viðskiptavinum sínum far aftur heim. Stundum gengur það upp en oft þurfa viðskiptavinirnir að leita til annarra flugfélaga til þess að komast heim. En það breytir því ekki að verðið á sumum fargjöldum veitir fólki tækifæri til þess að upplifa lúxus fyrir lítinn pening. Í umfjöllun Telegraph um málið kemur til dæmis fram að hægt er að spara talsverðar upphæðir í lengri flugum – sérstaklega þegar verðið á fargjöldum PrivateFly er borið saman við verðið á fyrsta farrými ýmissa flugfélaga.Uppfært 14:55Upphaflega var hlekkur inni í fréttinni sem sýndi leiðina á milli Nice og þorpsins Cannes Ecluse, en ekki Nice og borgarinnar Cannes. Það hefur nú verið leiðrétt. Vísir þakkar ábendingar lesenda. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Nú er hægt að spara með því að ferðast frekar með einkaþotu en að fljúga með lággjaldaflugfélögum. Fyrirtækið PrivateFly býður nú upp á ódýrari fargjöld en flugfélagið EasyJet, sem er þekkt fyrir sitt lága verðlag, á ákveðnum flugleiðum.Umfjöllun um þetta óvenjulega tilboð má finna í breska miðlinum Telepgraph. Þar kemur fram að hægt er að ferðast á milli London til frönsku borgarinnar Cannes fyrir 171 pund á manninn, sem gerir um 33 þúsund krónur. Að ferðast með EasyJet frá London til Nice kostar 183 pund eða um 36 þúsund krónur. Um 42 kílómetrar eru á milli Cannes og Nice og því spara þeir sem vilja fara til Cannes talsverðan pening með því að fljúga með einkaþotu. Verðið á flugfari með einkaþotum er því sambærilegt því sem flugfélög á almennum markaði bjóða. Hægt er að fljúga til Parísar frá London á sama verði með einkaþotu og ódýrustu miðarnir með British Airways kosta, sömu leið. Adam Twidell, forstjóri PrivateFly, segir að fyrirtækið bjóði upp á sérstök tilboð á ákveðnum flugleiðum með stuttum fyrirvara. Þegar fyrirtækið fær spurnir af því að einkaþotur þurfi að ferðast tómar á milli borga (sem á ensku er kallað „empty leg“), býður það viðskiptavinum sínum að kaupa ódýrt far með vélinni. Verð fargjaldsins fer eftir því hvernig flugvél er flogið með, en viðskiptavinir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hversu margir ferðast með vélinni. Hægt er að kaupa stakan miða í einkaþotuna. Tidwell viðurkennir að PrivateFly geti ekki alltaf tryggt viðskiptavinum sínum far aftur heim. Stundum gengur það upp en oft þurfa viðskiptavinirnir að leita til annarra flugfélaga til þess að komast heim. En það breytir því ekki að verðið á sumum fargjöldum veitir fólki tækifæri til þess að upplifa lúxus fyrir lítinn pening. Í umfjöllun Telegraph um málið kemur til dæmis fram að hægt er að spara talsverðar upphæðir í lengri flugum – sérstaklega þegar verðið á fargjöldum PrivateFly er borið saman við verðið á fyrsta farrými ýmissa flugfélaga.Uppfært 14:55Upphaflega var hlekkur inni í fréttinni sem sýndi leiðina á milli Nice og þorpsins Cannes Ecluse, en ekki Nice og borgarinnar Cannes. Það hefur nú verið leiðrétt. Vísir þakkar ábendingar lesenda.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira