Ban Ki-Moon vill tafarlaust vopnahlé á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 23. júlí 2014 14:15 Ban Ki-Moon segist syrgja með Palestínumönnum vegna mikils mannsfalls og fjölda særðra á Gaza en hann skilji líka ótta Ísraelsmanna og styðji þeirra til að verja sig. Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel. Gasa Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira
Forseti Ísraels harmar að alþjóðleg flugfélög hafa hætt flugi til Tel Aviv eftir að nokkrar eldflaugar hamasliða sprungu í nágrenni flugvallar borgarinnar. Yfir sex hundruð Palestínumenn og um 30 Ísraelsmenn hafa fallið í átökum síðasta hálfa mánuðinn og hvetur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til tafarlauss vopnahlés. Þrátt fyrir stöðugar áskoranir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og þjóðarleiðtoga víða um heim um að Ísraelsmenn og hamasliðar láti af átökum sínum á Gaza, er langt í frá að vopnahlé sé í sjónmáli. John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna funduðu með fulltrúum stríðandi fylkinga í Kairó í gær án nokkurs árangurs. Ban Ki-Moon kom til Ísraels í morgun og átti fund með Simon Peres forseta landsins. Hann segir að ef hamasliðum takist með flugskeytaárásum sínum að hræða alþjóðleg flugfélög frá því að fljúga til Tel Aviv, herði það Hamas í árásum þeirra. Peres harmaði að flugfélög hefðu aflýst flugi til Tel Aviv. Svarið við þeirri hættu sem stafaði að flugi væri ekki að aflýsa fluginu, heldur koma í veg fyrir flugskeytaárásirnar. Yfir sex hundruð manns, þar af um einn þriðju börn, hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza frá því yfirstandandi átök hófust fyrir um hálfum mánuði og fjögur þúsund manns hafa særst. Þá hafa 29 ísraelskir hermenn og einn óbreyttur borgari í Ísrael fallið. Ban Ki-Moon sagði á fréttamannafundi með Peres í morgun að hann skildi ótta Ísraelsmanna við flugskeyti Hamas og Ísrael hefði rétt á að verja sig. En það væri líka mikil örvænting og sársauki meðal Palestínumanna vegna mikils mannfalls, aðallega á meðal óbreyttra borgara, og fjölda særðra sem skipti þúsundum. Ban Ki-Moon sagði að hann sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gæti ekki og ætlaði ekki að standa þögull hjá á meðan þessi harmleikur ætti sér stað. Hann syrgði með fjölskyldum Palestínumanna á Gaza. Ofbeldinu yrði að linna og viðræður stríðandi fylkinga þyrftu að hefjast þegar í stað. Post by The Prime Minister of Israel.
Gasa Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Sjá meira