Erlent

Margir héldu að flugvél sem flutti líkin frá Úkraínu til Hollands hefði hrapað

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Margir misskildu skilaboðin á Twitter.
Margir misskildu skilaboðin á Twitter.
Margir misskildu skilaboð sem birtust á Twitter-síðu hinna alþjóðlegu AP-fréttaveitu um tvöleytið í dag. Þeir sem fylgja fréttaveitunni á Twitter héldu að flugvél sem flutti lík þeirra sem létust í árásinni á flugvél Malaysian Airlines í Úkraínu hefði hrapað. Óhætt er að segja að sá sem ritaði færsluna á twitter-síðu AP hefði mátt bæta einni kommu inn í færsluna.

Á síðunni stóð:

BREAKING: Dutch military plane carrying bodies from Malaysia Airlines Flight 17 crash lands in Eindhoven.

Margir svöruðu færslunni og trúðu í raun ekki sínum eigin augum.

Stuttu seinna birtist svo þessi færsla á twitter-síðu AP:

CLARIFIES: Dutch military plane carrying Malaysia Airlines bodies lands in Eindhoven.

Viðbrögðin við þeirri færslu voru talsvert betri. En margir notendur Twitter voru afar ósáttir og létu óánægju sína í ljós í gegnum samskiptamiðilinn. AP hefur fengið gagnrýni fyrir að nota enska orðið „crash“ í þessu samhengi, sem á íslensku þýðir brotlending. 

Hér að neðan má sjá umrædd tíst frá AP.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×