Gunnar Páll: Hef ekki séð Anítu hlaupa svona áður Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2014 21:44 Aníta á sprettinum í dag. vísir/getty „Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
„Ég hef ekki upplifað að sjá Anítu hlaupa svona síðustu 200 metrana,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari AnítuHinriksdóttur, í samtali við Vísi, en Aníta komst í úrslit í 800 metra hlaupi á HM U19 í Eugene í Bandaríkjunum í kvöld. Aníta var skilin eftir í fyrri undanúrslitariðlinum á síðustu 100 metrunum, en hún kom í mark á tímanum 2:04,99 sem er tæpum fimm sekúndum frá Íslandsmeti hennar. Hún komst samt sem áður í úrslit með sjötta besta tímann. „Aníta hefur alltaf klárað sín hlaup mjög vel þannig við verðum bara að líta á þetta sem slæman dag og byrja einbeita okkur að úrslitahlaupinu á morgun. Miðað við æfingar á hún að ráða vel við hraðann í hlaupi eins og í þessu, en það vantaði bara hjá henni að vera ákveðnari. Hún var ekki að rúlla nógu vel fyrir endasprettinn,“ segir Gunnar Páll, en honum fannst hlaupadrottningin unga einnig vera að hugsa alltof mikið um hvað hinar stúlkurnar voru að gera. „Hún var of mikið að bíða eftir því að sjá hvað hinar gerðu og ekki að hlaupa sitt hlaup nógu vel. Aníta var komin út úr sínum stíl og notaði stór og hæg skref. Það vantaði þessa keyrslu sem hún er vanalega með. Hún verður að einbeita sér að sínu hlaupi.“ Fyrir leikmanninn virkaði eins og Aníta væri algjörlega búin á síðustu 100 metrunum, en svo var ekki. Hlaupið var í raun mjög hægt í rigningunni í Eugene, en Aníta skilur víst ekki hvað fór úrskeiðis. „Hún hefur sjaldan verið eins lítið þreytt og eftir hlaupið í dag. Hún veit ekki sjálf hvað gerðist, en hún var alls ekki búinn þegar hún kom í mark og sprakk ekki þó það virkaði eflaust þannig. Það á samt ekkert að gerast á þessum hraða. Aníta leikur sér að þessum hraða á æfingum,“ segir Gunnar Páll sem er með henni í Eugene, en nú fara þau að hugsa um úrslitahlaupið á morgun. „Það var eitthvað þess valdandi í dag að hún missti fókus, en auðvitað veit ég að hún er í fínu formi. Þessir tímar í fyrstu tveimur hlaupunum eru samt með því slakasta sem hún hefur hlaupið. Líkamlega er hún samt í toppstandi þannig nú verðum við bara að ná henni saman andlega fyrir úrslitahlaupið og fá hana til að trúa að hún geti unnið til verðlauna á morgun. Í úrslitum getur allt gerst,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta komst í úrslit á HM Sprakk á endasprettinum en slapp inn í úrslitahlaupið. 23. júlí 2014 20:12 Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira